Leita í fréttum mbl.is

Með viðbjóð á Amnesty?

Kunningi minn benti mér á langan svarhala sem kominn er af stað á blogginu hjá sérlegum tvífara Tarantino á Íslandi. 

Ég held ég sleppi því nú alveg að blanda mér í þessa umræðu, enda virðist hún ekki til þess fallin að skila einhverju í líkingu við vitræna niðurstöðu. Nú, téður Pétur hefur greinilega mikla skömm á frjálsum félagasamtökum vinstra megin í litrófinu og sjálfsagt má finna einhverja sem hafa ánægju af kunnáttu hans og stílfimi í fínni blæbrigðum íslensk tungumáls.

En það er síðan um miðbik svarhalans, þar sem umræðan hefur snúist um það hvað Pétur hefur gert til að berjast gegn einræðisherrum ýmsum og einhver bendir honum á Amnesty International sem Péturlætur þennan gullmola falla:

"Það sem ég hef séð af Amnestý hefur vakið viðbjóð á þeirri stofnun svo ég læt mér ekki detta í hug að koma nálægt henni."

Þessari yfirlýsingu fylgir ekki frekari skýring, en af framhaldinu má ráða að það sé af Amnesty styðst ekki við "valdbeitingu". 

Mér sýnist þessi gæji sumsé vera helvíti hress, rétt eins og Tarantino sjálfur. Hvaða skoðun skyldi hann annars hafa á Rauða krossinum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband