Leita í fréttum mbl.is

Samið yfir sig

Það er aldeilis að Íhaldið virðist hafa komist vel frá hlutaskiptunum. Þeir fá tvö ráðuneyti en láta eitt í staðinni, en reyndar með smá gengisfellingu á Heilbrigðisráðuneytinu. 

Þá á ég ekki við ráðherraefnið, heldur eru einhver verkefni klipin af því. Síðan halda þeir forseta Alþingis. Það mætti segja mér að Samfylkingarfólk verði ekki kátt með þetta, enda lítur þetta út eins og Geir hafi einfaldlega fengið að velja fyrst, en Ingibjörg og Össur hafi síðan fengið rest. Þannig fær flokkurinn heilbrigðisráðuneytið, en þar vill hann endilega breyta, og líka landbúnaðarráðuneytið þar sem hann vill helst engu breyta.

Það má ekki gleyma í þessu sambandi að það skapar Sjálfstæðisflokknum ákveðið forskoto í öllum ágreiningsmálum sem kunna að koma upp milli flokkanna að halda sínum ráðuneytum með sínu fólki.

Það er aldeilis að Andra Tryllingi hefur tekist að bræða Ingibjörgu. Þótt þetta lúkki vel fyrir Íhaldið er þetta ekki endilega klókt, því fyrstu viðbrögð Samfylkingarfólks munu verða undrun og neikvæðni, sem gæti fylgt samstarfinu lengi áleiðis. Hafi Ingibjörg samið af sér hefur Geir samið yfir sig, því í alvöru bisness þurfa báðir að græða og verða sáttir.  

Og meðan ég man, af hverju er enginn sniðugur blaðamaður búinn að hringja í Alfreð Þorsteinsson og fá viðbrögð frá honum: Hvernig honum lítist á nýja heilbrigðisráðherrann. :) 

Viðbót: Það skiptir máli að gefa landinu gott nafn. Af hverju var ekki farið í ráðuneytafimbulfamb og Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneyti smættað í Heilbrigðismálaráðuneytið, en Félagsmálaráðuneytið dúbbað upp í Félags- og Tryggingamálaráðuneytið Skv. frétt RÚV er það það sem þeir gerðu, þe, beina útsendingin á netinu. Einhver Samfylkingarmaður hlýtur að bölva öllum hinum Fréttamönnunum. :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband