Leita í fréttum mbl.is

Grill ráðgjafinn

Þórbergur Þórðarson lýsti í einhverri sjálfsbóka sinna hvernig hann kom sér upp hópi ráðgjafa/sérfræðinga í kringum sig á afmörkuðum sviðum. Mér finnst það snjallt hjá honum og hef reyndar gert það líka, þó í hversdagslegri viðfangsefnum. Rétt áðan hringdi ég í einn þessara ráðgjafa og spurði hvort hann gæti sagt mér allt sem ég þyrfti að vita um gasgrill.

"Nei, það get ég ekki." 

Stuttu síðar hafði hann sagt mér allt sem ég þurfti að vita um gasgrill. Þannig eiga menn að vera. Þessi maður ætti að verða aðstoðarmaður hjá einhverjum ráðherranum, en reyndar sýnist mér líklegra að Samfylkingin þurfi á svona ráðgjafa að halda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband