Leita í fréttum mbl.is

Smáborgarinn og loftbóluplastið

Þetta hefur fylgt mér síðan ég man ekki hvenær. Ég elska að sprengja loftbóluplast.

Þú getur haldið því í höndunum og sprengt einn og einn.
Þú getur kreist fingurna og sprengt marga í einu.
Þú getur vafið það eins og tusku.
Þú getur stigið á það á gólfinu, og snúið hælnum.

En já, ég var sumsé að eignast gasgrill. Og reyndar líka Lazyboy stól. Meiri smáborgarinn sem maður er nú orðinn.

Og er búinn að bjóða sárafáeinum í grill í kvöld. Nú er bara að vona að kvikindið virki.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hefurðu ekki prófað þangið sem er með svona smáloftbólum?? Mjög gaman að sprengja það. til hamingju með grillið og stólinn. Hér verður líka grillað í kvöld til að fagna tskrift HSS úr 10. bekk.

Mammsa (IP-tala skráð) 2.6.2007 kl. 17:55

2 Smámynd: Svansson

aaah, var útskrift. Góð meðaleinkunn?

Ég er ekkert hrifinn af þessu þangi. Var ekki alltaf sjór að leka úr þessum bólum? 

Svansson, 2.6.2007 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband