Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Önnur þversögn frjálslyndra

Frjálslyndi flokkurinn býr yfir fleiri þversögnum en þeirri sem núorðið er fólgin í nafni flokksins.

Þeir neita því að vera rasistar en tala um að sýna þurfi aðgát þegar kemur að innflutningi "vinnuafls". Er það þá ekki nokkur þversögn hvað þeir tala sjálfir ógætilega, samanber til dæmis ummæli Magnúsar Þórs á opnum fundi í FS, þar sem hann spurði nemendur hvort þeir vildu fá 150.000 nýbúa til Íslands eftir nokkur ár

Það er nóg með að alið sé á rangfærslum og bábiljum um undanþágur frá EES sáttmálanum og smitsjúkdóma sem fylgi erlendum innflytjendum: Það er verið að slengja fram tölum sem eru býsna augljós þvæla, vægast sagt. 


Hermennska á Íslandi til 1550 eða þarumbil.

Maðurinn sem hefur viðbjóð á Amnesty heldur áfram að fara á kostum. Núna staðhæfir hann að allir íslenskir fullvaxnir karlmenn hafi verið hermenn í hlutastarfi fram á miðja 16. öld. ...

Jújú - vissulega er það rétt að um það leyti bannaði danakóngur almennan vopnaburð, en þetta samhengi er nýtt fyrir mér.

Um daginn sat ég og spjallaði á kaffi Vín og sá þar únglíng sem tók upp veiðihníf með sýndist mér 15 sentimetra blaði til að sýna vinkonu sinni með svarta hárið, goth sminkið og tungulokkinn. Þetta var svona sæmilega eftirminnilegt, en það er fyrst núna sem ég átta mig á því að líklega var þetta hermaður í hlutastarfi, úr því hann gengur um vopnaður.  


700 Extra-Hafnfirðingar, samsæri bæjaryfirvalda og bakhlið lýðræðisins

Það hefur loðað við allar þær kosningar sem ég hef tekið þátt hvað gagnrýnin hugsun víkur fljótt: Hið ráðvandasta og sómakærasta greindarfólk fer hvorutveggja í senn að leggja eyrun að frekar villtum kjaftasögum um andstæðinginn sem og að bera út frekar sjoppulegan áróður, eða línur, í möguleg atkvæði sem þeir þykjast geta sótt. (Að maður tali nú ekki um að skrá vini sína í flokkinn með því loforði að þeir verði skráðir út strax að loknum kosningum.)

Og jafnvel þeir sem sjá í gegnum allt heila klabbið kjósa frekar að þegja, enda ekki góð latína að slá á stemminguna hjá sínu liði.  

Það er einhvers staðar úr þessari átt sem sagan um 700 viðbótargaflara er komin. Flökkusaga innan úr kosningamiðstöð um villtar smalanir andstæðinga verður að sannleika þegar nokkrir eru búnir að halda henni fram, og einhvers staðar á toppnum trónir kosningastjóri sem fullyrðir þetta á krísufundi kvöldið fyrir kjördag til að demonísera andstæðinginn svo öllum verði ljóst að þeir verði að koma hverjum einasta álverssinna á kjörstað. Það er líklega aukaatriði hvort þeir sem halda þessu að fólki vita betur eða trúa þessu í hita leiksins, því þetta er bakhliðin á lýðræðinu sem er hampað svo mjög, og helsti gallinn við það að setja raunveruleg deilumál í kosningu. 

Við skulum hafa það í huga að þetta er ekki aðeins ásökun um smölun sem er í hæsta máta vafasöm, þó hún stangist ekki á við lög. Forystumanni samtaka sem vinnur markvisst í kosningu af þessu tagi hlýtur að vera það ljóst við hvaða dag kjörskráin er miðuð. Það virðist því um að ræða ásakanir um samsæri, sem umsjónarmenn kosninganna hafi tekið þátt í.  


mbl.is Hagur Hafnarfjarðar segir brögð í tafli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband