Leita í fréttum mbl.is

Hef til sölu nokkra miða með afslætti

Við vorum nokkrir sem ætluðum að fara eins og venjulega, en svo breyttust aðstæður. Vorum búnir að kaupa miða hjá Billetlugen.dk meðan gengið var hagstæðara. Er til í að selja þá á eitthvað lægra verði en á midi.is. Síminn er 615 0606
mbl.is Fáir héðan á Hróarskelduhátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Moggabloggið kvatt

Jújú. Þangað til annað kemur ljós. En þakka samfylgdina, þrátt fyrir allt.

Næsta blogg er um 99% klárt hér - á Svansson.net, sem er nú alltaf mitt gamla lén.

Nú og hér er að lokum köttur dagsins - það verður að koma í ljós hvort sá liður á sér framtíð á nýjum stað.

Og að lokum þetta: Megi moggabloggið drukkna í hvítu rusli. :) 


Köttur dagsins

slíðrar sverðin þegar við á.

Annars gæti hann orðið sá hinn síðasti á þessum vettvangi.  


Erpur fékk greitt!

""Við spiluðum á Blood Hound Gang og fengum greitt fyrir það, ég skrifaði í Flass-blaðið og fékk greitt fyrir það. En fyrir Basshunter-tónleikana höfum við ekki fengið greitt," útskýrir Erpur."

Svo mælist Erp í þessari frétt, þar sem Fréttablaðið heldur áfram með FL-Media.  Þetta þykja mér merkileg tíðindi í meira lagi. Ég hef enn sem komið er ekki heyrt um neinn sem hefur fengið greitt fyrir það sem hann hefur skrifað í Flass Magazin.


myndritstjórn sko, myndritstjórn

Hér er Vefþjóðvilji dagsins. Pistillinn sem slíkur er reyndar ósköp hefðbundin webbatuð, venjubundin eldpredikun til höfuðs öllum fjölmiðlum landsins. Altso fastir liðir eins og venjulega.

Öðru gildir um myndina og myndatextann. Þeir eru hressir þarna. :)


Langsótt lagatúlkun, vægast sagt

Jón H. Snorrason tjáir sig í þessari frétt um stöðvun pókermótsins. Orðrétt segir hann:

„Þetta er talið varða við ákvæði hegningarlaga, sem banna fjárhættuspil, að standa að því eða stofna til fjárhættuspils," segir Jón H. Allt að eins árs fangelsisvist liggur við því að standa að fjárhættuspili, og segir Jón H. að þó nokkrir hafi verið sakfelldir fyrir að standa að fjárhættuspili á undanförnum árum.

Þáttur þeirra sem tóku þátt í mótinu er í skoðun. „Það er rökstuddur grunur um að þarna hafi átt sér stað refsivert athæfi."

Það er mjög erfitt að sjá réttlætingu fyrir svo víðri túlkun í almennu hegningarlögunum, hér má sjá þau ákvæði sem lúta að fjárhættuspili. Sé það rétt, sem virðist af texta fréttarinnar að verið sé að skoða hlut þátttakenda og hvort þeir hafi gerst brotlegir við lög er nokkuð ljóst að lögreglan er á mjööög hálum ís.

Það virðist nokkuð ljóst að það er ekki bannað að stunda fjárhættuspil. Það er bannað að hafa af því framfærslu og það er bannað að hafa atvinnu af því að "koma öðrum til þátttöku" í fjárhættuspili. Einnig er bannað að hafa tekjur af því með beinum eða óbeinum hætti að láta fjárhættuspil fara fram í húsnæði sínu. En að stunda fjárhættuspil er ekki bannað, eins og lögreglan er að halda fram.

Þarna er því gengið allt of langt, og það er í hæsta máta vafasamt að lögreglan skuli vera að teygja lögin til með þessum hætti.  

Viðbót: Hér tjáir lögfræðingur sig í Vísi á svipuðum nótum


Pínlegt fyrir Fréttablaðið?

Á forsíðu Fréttablaðsins í dag er frétt af Pókermóti, öll í þátíð, þar sem segir að 150 manns hafi spilað póker á fyrsta opinbera pókermótinu hér á landi. Lögreglan hafi ekki stöðvað það. Haft er eftir aðstandanda mótsins að það hafi gengið mjög vel. Að lögreglan hafi rætt sig um mótið. Sjá má fréttina hér.

Núna, rétt fyrir sex, get ég ekki séð að leiðrétting hafi birst á Vísisvefnum, en mótið var þvert á það sem segir í fréttinni leyst upp og stöðvað. Allt keppnisfé, sem losaði um 600.000 krónur, ásamt borðum og spilapeningum og öðrum varningi var gert upptækt. Aðstandandi mótsins, Sindri Lúðvíksson býr sig undir að verða sóttur til saka. Þetta kemur allt saman fram hér

Mótið mun hafa verið stöðvað fyrir klukkan átta, en lögreglan var mætt í húsið 19:40.  Forsíðufrétt blaðsins er því röng, og blaðinu töluverður álitshnekkir. Það hefði vel verið hægt að skrifa þessa frétt án þess að hún byði þessari hættu heim.

Ég get reyndar ekki séð að aðrir fjölmiðlar hafi fjallað um þessa lokun, líklega eru þeir svona uppteknir að fylgjast með öllum þessum ræðum í góða veðrinu.  Sem er miður því þarna virðist mjög forvitnilegt mál í uppsiglingu, enda höfðu aðstandendur mótsins engan beinan fjárhagslegan hagnað af því að halda það. Ég myndi vilja sjá fjölmiðla fjalla um lögmæti mótsins, og á hvaða grundvelli lögreglan fór þarna inn. Það er í það minnsta ekki fyrirfram augljóst að mótið sé ólöglegt. 


Dúxaði HÍ?

Á Heimur.is birtast oft þrusugóðir pistlar. Þessi er til dæmis gagnrýni á úttekt Ríkisendurskoðunar á Háskólunum, e. Jón G. Hauksson.

Þegar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, útskrifar nemendur skólans í troðfullri Laugardalshöll á laugardag þá verður hún að horfast í augu við það að viðhorf þessara nemenda, helstu viðskiptavina skólans, er neikvætt í garð skólans. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi fjögurra stærstu háskóla landsins. Það sem meira er; Háskóli Íslands lendir í fjórða og neðsta sæti hvað varðar viðhorf nemenda til skólans. Samt er því slegið upp að Háskóli Íslands hafi dúxað ...

Síðar segir einnig:  

Og hvernig í ósköpunum getur Ríkisendurskoðun fengið það út að það sé tákn um gæði náms að kostnaður skólans sé lægstur á hvern nemanda.


Geggjaður Háskóli

Nú lærði ég á sínum tíma sagnfræði, þekki nokkuð til ritdeilna Sigurðar Gylfa við Loft Guttormsson og reyndar fleiri. Er reyndar að lesa Sögustríðið ásamt öðru þessa dagana. 

Sigurður er altso að leggja fram verk sín fram til doktorsvarnar, og ég frétti að fyrrnefndur Loftur hafi verið gerður að formanni dómnefndarinnar. Hversu gáfulegt er það?

Og af hverju heyri ég það? Jú, af því að Sigurður Gylfi Magnússon birtir á Kistunni dómnefndarálit, þar sem verkið er ekki talið tækt til doktarsvarnar, þó reyndar sé ekki búið að samþykkja það. Það er, því var lekið. Þetta er nú meira djöfulsins ruglið. 

Eiga fræðimenn við Háskóla Íslands ekki að heita þeir menntuðustu af þeim menntuðustu? Af hverju eru þeir þá verri en Heimdellingarnir þegar kemur að valdabaráttunni.  


Uppboð á miðum?

Gætiða orðið góð hugmynd?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband