Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Hvað klikkaði?

Datt einhver illa á höfuðið? Nýr penni að skrifa? Pistillinn snaraður í meiriháttar tímapressu?

Þetta hljóta í öllu falli að vera mistök hjá Webbanum, að kalla Ágúst Ólaf Ágústsson í þetta eina skiptisínu rétta nafni í pistli dagsins, en ekki Ágúst Ágúst eins og jafnan hefur verið gert.  Gleyma þeir kannski að halda upp á afmæli forsetans næst?

Aðrir hlutir hafa þó ekki breysti, og þeir eru enn að reyna að klína á hann einhverju meiriháttar kosningasvindli úr einhverju sem var sjálfsagt í öllum meginatriðum hefðbundin smölun á kjörstað.  


Nokkrir tepokar og verði ykkuraðví

Ég hafði mig loksins í það í dag að skrifa undir sáttmála um framtíð Íslands - en þó með fyrirvara, svona þannig séð. Það var eiginlega búið að vefjast slatta fyrir mér - en fékk mig í það minnsta til að hugsa. Ég var frá upphafi velviljaður, enda trúi ég ekki á álver, heldur hugmyndir (og þar með verða ekki fleiri frasar í dag. 

"Fjöldi" undirskrifta endurspeglar ekki andstöðuna við stóriðjuna, líklega af því þessi sáttmáli, þó stuttur væri, var óþarflega loðinn og kannski líka óþarflega grænn (góð blanda?). Þetta er flott hugmynd, en líklega er K.I.S.S.* boðorð númer eitt í öllum undirskriftasöfnunum af þessu tagi.

Ég á reyndar minningar af mér að safna undirskriftum fyrir eitthvað gott mál á Þjóðarbókhlöðunni, fyrir Vöku. Man ekki hvað málið var. Líklega var það ekki nógu einfalt heldur. 

------------------------- 

Annars leit ég við á Skrifstofu VG í dag og varð mér út um barmmerkið "Af hverju ekki ríkisstjórn með Zero Framsókn." Ég ætla að  ganga með það fram yfir stjórnarmyndunarviðræður. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að kjósa, eða öllu heldur hvort ég ætla að kjósa. 

Þar hitti ég annars ónefndan starfsmann flokksins sem viðurkenndi góðfúslega, enda gamall kunningi, að hafa verið á ölstofunni um síðustu helgi, í líklega um þrjár mínútur!  

-------------------------

Og Krónikan gekk svo ekki upp. Það kom kannski ekki á óvart eftir að maður sá skúbbfréttirnar um daginn. Ég hugsa að hugmyndin, sem slík, gæti vel gengið upp. En það þarf meiri tíma og meira fé - og kannski líka minni umgjörð í upphafi. Og fleiri sem eru tilbúnir til að vinna launalaust. 

Ég held líka að það sé ákveðið frelsi í því fyrir frumkvöðla á fjölmiðlamarkaði að þurfa ekki að vinna í öllu sviðsljósinu með það sem þeir eru að gera.

-------------------------

Annars voru tveir náungar sem ég man eftir frá Menntaskólaárunum, sem voru aðalnúmerin í mínum árgangi. Ég rakst á báða í dag, með um 20 mínútna millibili, eftir að hafa hvorugan séð árum saman. Mögnuð tilviljun.

------------------------- 

Og svo maður tali nú peninga, þá stressar það mig ekki mikið að framtíðarlandið eigi nóg af þeim. En það hefur komið mér á óvart hve margir eru að pæla í hvaðan þeir koma og enginn þeirra hefur orðað það sem mér finnst svo augljóst, að Andri Snær er líklega að láta drjúgan hluta af söluhagnaði Draumalandsins renna í púkkið. Ég hugsa að það gæti hæglega verið kjölfestan í þessu, en bókin hefur selst í ef ég man rétt hátt í 20.000 eintökum.  

*Keep It Simple, Stupid. 


Topp tíu listi yfir blogg sem ég les ekki

Margir gera lista yfir eftirlætisbloggin sín, og segjum að það sé á ToDo listanum hjá mér. Sjálfum datt mér í hug, þó sjálfsagt fái ég ekki miklar þakkir fyrir, að gera topp tíu lista yfir blogg sem ég veit af, en les þó ekki. Þeim er ekki raðað í neina sérstaka röð.

BetaRokk
Örvitinn
Hægrisveiflan
Pælingar SFS
Kaktus Buffsack
Jónína Benedikz
Sóley Heiminum
Björn Ingi
Trúnó
Morgunblaðið 

Ég áskil mér ennfremur fullan rétt til að bæta við þennan lista bloggum í fyllingum tímans, en kalla hann áfram Topp tíu blogga lista, enda munu sjálfsagt með tímanum rifjast upp fleiri blogg sem ég hef ekki lesið í gegnum tíðina. :) 


Bloggmálfræði fyrir byrjendur I

Maður googlar ekki sjálfan sig, heldur gúglar maður sér.

Þarf útlending til að tala um þetta?

Af hverju þarf innflytjanda til að taka þennan málstað upp nú stuttu fyrir kosningar: Hvað innheimtukerfi skattsins er snúið og ógagnsætt. Af hverju getur kvikindið ekki gefið út greiðsluseðla með eindaga sem maður sér í heimabankanum?

Svo ég grípi nú inn í miðja grein (birtist í nýjasta Grapevine), þar sem höfundur lýsir því hvernig manneskja í toppstöðu hjá Tollstjóranum byrjar á rullunni og neitar því að eitthvað sé athugavert við afgreiðslu mála:

"Then, her expression and tone of voice abruptly changed and she became confidential. She told me that it was common for people not to understand that their payments were due, especially for reassessed taxes. But the rules didn’t allow her to send bills, and she couldn’t change the rules. She implied that she was kind of fed up with such cases herself, but nothing would happen unless the public complained. She said she would appreciate it if I would appeal as far as possible up the chain of command, especially because, in this case, the reassessment had taken place because of RSK’s mistake. The first step would be to send a formal appeal to her, which, she explained, she would deny. I could then appeal to the Ministry of Finance.

I sent her the letter of appeal, which she promptly denied. In the meantime, I called up two people I know who are retired from responsible positions in government finance. Let’s call them Björn and Örn. Örn made some inquiries on my behalf. “I talked to the head guy at Tollstjórinn,” he said, “and he thought what happened to you was totally ridiculous. But he can’t do anything about it, because it would set a dangerous precedent.” Björn grilled me for a whole afternoon in his living room before satisfying himself that I really hadn’t tried to cheat on my taxes and writing up a letter of support in Icelandic."

Það eru svo margir sem hafa svipaðar sögur að segja af helvítis skattinum. Af hverju reynir ekki nokkur flokkur að skora keilur á þessu. Það er eins og þeir haldi að skatturinn sé vinsæll. ...


Með viðbjóð á Amnesty?

Kunningi minn benti mér á langan svarhala sem kominn er af stað á blogginu hjá sérlegum tvífara Tarantino á Íslandi. 

Ég held ég sleppi því nú alveg að blanda mér í þessa umræðu, enda virðist hún ekki til þess fallin að skila einhverju í líkingu við vitræna niðurstöðu. Nú, téður Pétur hefur greinilega mikla skömm á frjálsum félagasamtökum vinstra megin í litrófinu og sjálfsagt má finna einhverja sem hafa ánægju af kunnáttu hans og stílfimi í fínni blæbrigðum íslensk tungumáls.

En það er síðan um miðbik svarhalans, þar sem umræðan hefur snúist um það hvað Pétur hefur gert til að berjast gegn einræðisherrum ýmsum og einhver bendir honum á Amnesty International sem Péturlætur þennan gullmola falla:

"Það sem ég hef séð af Amnestý hefur vakið viðbjóð á þeirri stofnun svo ég læt mér ekki detta í hug að koma nálægt henni."

Þessari yfirlýsingu fylgir ekki frekari skýring, en af framhaldinu má ráða að það sé af Amnesty styðst ekki við "valdbeitingu". 

Mér sýnist þessi gæji sumsé vera helvíti hress, rétt eins og Tarantino sjálfur. Hvaða skoðun skyldi hann annars hafa á Rauða krossinum?


Blogggáttin málið?

Já, mér sýnist það að Blogggáttin muni algerlega vera málið fyrir þá sem sakna Mikkavefs eins og þeir voru. :)

Ég fyrir mitt leyti hef aldrei fílað Bloggvini moggans sem uppbót fyrir gott rss-feed. Viðskeytið "vinur" hefur alltaf merkingu í mínum huga og flestir bloggararnir sem ég les á moggablogginu eru einmitt ekki vinir manns. Og það er ekki málið að fullt af liði sem þekkir mann ekki neitt sé að adda manni sem vin af því það langar að fylgjast með blogginu manns ... 


Mannlíf og Þjóðlíf, right

Ég hef undanfarna daga séð að minnsta kosti tvo meiriháttar fjölmiðlaspekúlanta slá um sig með því að líkja nýja Mannlífi við gamla Þjóðlíf. [1|2]

Og kannski ekkert nema gott um það að segja. En eftir að maður sér þennan samanburð hjá Sigurjóni hverfur ljóminn af líkingunni svolítið; hún verður jafnvel pínleg eða í það minnsta heimóttarleg. 


Íhaldið og Fréttablaðið

Á blaðsíðu 21 í Fréttablaðinu í morgun blasir við auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum með mynd af for- og varaformanni.

Þetta mun held ég vera í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur kaupir auglýsingu í Fréttablaðinu, þó ég ætli ekki að sverja fyrir það, en það hefur lengi verið ákveðið antiklimax innan flokksins gegn því að viðskipti séu stunduð við lénsveldi Baugsfeðga. Þannig keypti flokkurinn og hverfafélög hans lengi vel aðeins auglýsingar hjá Morgunblaðinu, en hverfafélögin byrjuðu þó í einhverjum mæli að kaupa hjá Blaðinu líka þegar það var komið á rekspöl, þó það væri orðað við Sigga G. 

Króniku-Valdimar benti stuttu eftir prófkjör flokksins á hvar þátttakendur hefðu auglýst á lokadeginum og þar mátti ef til vill sjá móta fyrir þessu.


Ummælin, maður

"That the Icelandic Journalists Union should award a prize to journalists specifically identified for their promotion of the 9/11 official lies, while established media in US and European media increasingly target the 9/11 truth movement,  suggests the existence of a centralized plan to use all available media to enforce the official myth on 9/11 and destroy the quest for the truth on 9/11.  It is yet to be determined whether the Icelandic Journalists' Union have been merely an unwitting accomplice in this plan or whether the choice to award these particular journalists was influenced by political considerations."

Elías Davíðsson um þá ákvörðun að Auðunn Arnórsson og Davíð Logi Sigurðsson skyldu blaðamennskuverðlaun.  Vonandi kemst hann að því fyrr en síðar nákvæmlega af hvaða orsökum Blaðamannafélagið tók upp á þessari ósvinnu sem hreinlega getur ekki staðist samkvæmt heimsmyndinni sem hann trúir á!



Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband