Leita í fréttum mbl.is

Nokkrir tepokar og verði ykkuraðví

Ég hafði mig loksins í það í dag að skrifa undir sáttmála um framtíð Íslands - en þó með fyrirvara, svona þannig séð. Það var eiginlega búið að vefjast slatta fyrir mér - en fékk mig í það minnsta til að hugsa. Ég var frá upphafi velviljaður, enda trúi ég ekki á álver, heldur hugmyndir (og þar með verða ekki fleiri frasar í dag. 

"Fjöldi" undirskrifta endurspeglar ekki andstöðuna við stóriðjuna, líklega af því þessi sáttmáli, þó stuttur væri, var óþarflega loðinn og kannski líka óþarflega grænn (góð blanda?). Þetta er flott hugmynd, en líklega er K.I.S.S.* boðorð númer eitt í öllum undirskriftasöfnunum af þessu tagi.

Ég á reyndar minningar af mér að safna undirskriftum fyrir eitthvað gott mál á Þjóðarbókhlöðunni, fyrir Vöku. Man ekki hvað málið var. Líklega var það ekki nógu einfalt heldur. 

------------------------- 

Annars leit ég við á Skrifstofu VG í dag og varð mér út um barmmerkið "Af hverju ekki ríkisstjórn með Zero Framsókn." Ég ætla að  ganga með það fram yfir stjórnarmyndunarviðræður. Ég veit ekki ennþá hvað ég ætla að kjósa, eða öllu heldur hvort ég ætla að kjósa. 

Þar hitti ég annars ónefndan starfsmann flokksins sem viðurkenndi góðfúslega, enda gamall kunningi, að hafa verið á ölstofunni um síðustu helgi, í líklega um þrjár mínútur!  

-------------------------

Og Krónikan gekk svo ekki upp. Það kom kannski ekki á óvart eftir að maður sá skúbbfréttirnar um daginn. Ég hugsa að hugmyndin, sem slík, gæti vel gengið upp. En það þarf meiri tíma og meira fé - og kannski líka minni umgjörð í upphafi. Og fleiri sem eru tilbúnir til að vinna launalaust. 

Ég held líka að það sé ákveðið frelsi í því fyrir frumkvöðla á fjölmiðlamarkaði að þurfa ekki að vinna í öllu sviðsljósinu með það sem þeir eru að gera.

-------------------------

Annars voru tveir náungar sem ég man eftir frá Menntaskólaárunum, sem voru aðalnúmerin í mínum árgangi. Ég rakst á báða í dag, með um 20 mínútna millibili, eftir að hafa hvorugan séð árum saman. Mögnuð tilviljun.

------------------------- 

Og svo maður tali nú peninga, þá stressar það mig ekki mikið að framtíðarlandið eigi nóg af þeim. En það hefur komið mér á óvart hve margir eru að pæla í hvaðan þeir koma og enginn þeirra hefur orðað það sem mér finnst svo augljóst, að Andri Snær er líklega að láta drjúgan hluta af söluhagnaði Draumalandsins renna í púkkið. Ég hugsa að það gæti hæglega verið kjölfestan í þessu, en bókin hefur selst í ef ég man rétt hátt í 20.000 eintökum.  

*Keep It Simple, Stupid. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband