Leita í fréttum mbl.is

Bókin heitir Stattu þig drengur

Stattu þig drengur er rétta nafnið á bókinni um Sævar, en ekki Stattu þig strákur eins og margsagt hefur verið í fjölmiðlum undanfarna daga.

Þetta veit ég af því að ég ætlaði að taka hana á Borgarbókasafninu í gær ásamt fleiru, eins og flestar helgar. Ég átti reyndar ekki von á því hún væri laus þar, en jú, þegar ég leitaði var eitt eintak laust í hillu. Svo ég fór upp á 5. hæð en þar tókst mér ekki að finna hana. 

Svo ég fór aftur í tölvuna til að athuga hvort ég væri ekki áreiðanlega með réttan lykil og sjá: Þá var lausa eintakið ekki lengur laust heldur merkt í skil 13. mars. Hefði ég sumsé byrjað á þessari bók en ekki endað á henni væri ég líklega búinn að lesa hana núna.

Þess í stað las ég Spy VS. Spy - The Complete Casebook, og komst að því að Antonio Prohias (höfundurinn) var töffari og einn af fyrstu flóttamönnunum frá Kúbu eftir valdatöku Kastró. 

Talandi um Spy Vs. Spy, þá gerði Toyota einu sinni auglýsingaseríu sem gekk undir nafninu Yaris Vs. Yaris. 

 


mbl.is „Má ekki gleyma mannlega þættinum í fjölmiðlafárinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgía dagsins

Fyrir ykkur þarna sem muna eftir fjórum atkvæðum frá árinu 2002 er hér lítilræði til upprifjunar:

Nú er bara að láta þetta berast manna á milli.  


Meira bullið

Maður hefði nú eiginlega haldið að Símaskrár ættu ekki að vera stórmál. Fyrir það fyrsta er þetta einkar þunnur pappír. 

Berið til að mynda símaskrána ykkar saman við blaðastaflann sem liggur fyrir af markaðefni og dagblöðum sem kemur inn um lúguna á einni viku.

Og talandi um gróðann, þá er þetta trúlega frekar markviss auglýsingamiðill fyrir ýmis fyrirtæki. Ein auglýsing í símaskrá á réttum stað sparar sjálfsagt fjölda annarra í dagblöðum.

Þá er það held ég mýta að pappírsnotkun stuðli að mikilli skógareyðingu, og allra síst í Noregi, en reyndar mun megnið af pappír hér á landi keyptur þaðan. 


mbl.is Norskir umhverfissinnar mótmæla útgáfu á símaskrám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dómaraskandall

Ég leyfi mér nú að efast um að Halla hafi átt þessa kosningu skilið. Þetta segir miklu meira um kosningafyrirkomulagið en hana: Það er svona SUS ara bragur á þessu öllu saman.

mbl.is Geir Þorsteinsson kjörinn formaður KSÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

JBH: Myndi þiggja ráðherrastól og langar aftur í pólitík

Rétt í þessu var ég að lesa viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson í Menntaskólatíðindum sem gefin eru út reglulega í MR. Það er um margt áhugavert. Hann er harðorður um Davíð Oddsson og Sjálfstæðisflokkinn, gagnrýnir Samfylkinguna, lýsir áhuga á ráðherrastól og endurkomu í pólitík - og segist ennfremur hafa leiðst í MR. Blaðið kom út í gær.

"Davíð ... ber að mörgu leyti af öðrum samherjum sínum í Sjálfstæðisflokknum. Pólitík hans er hins vegar mjög einföld, hún er einfaldlega að vera við völd. Hans ferill kristallar það enda þekkti hann aldrei neitt annað en að sitja í meirihluta hvort sem það var í borg eða ríki. Hann stjórnaði sínum flokki með ógnarstjórnaraðferðum, ...

Þegar við mynduðum Viðeyjarstjórnina þá hélt ég að hann væri frjálslyndur umbótamaður, ég trúði því að hann væri Evrópusinni en þetta var kannski dómgreindarskortur hjá mér því ég þekkti manninn ekki. "

Um Samfylkinguna segir hann: "Vandi hennar er sá að hún er ekki nógu skýr valkostur og fólk veit ekki almennilega hvað hún stendur fyrir. Bætt efnahagskerfi, meiri velferð í landinu, athuga inngöngu í Evrópusambandið og hætta Sovétaðferðum í landbúnaði eru allt mál sem Samfylking stendur fyrir, en hún hefur ekki náð að gera það nógu markvisst. "

Og að þessum lestri loknum spyr blaðamaður [Sindri M. STephensen] hvort hann myndi þiggja ráðherrastól ef Samfylkingin kæmist til valda á næsta kjörtímabili. "Okkar á milli þá myndi ég eflaust þiggja það ef mér yrði boðinn ráðherrastóll. Hins vegar efast ég stóelga um að það gerist eftir næstu kosningar, en það blundar alltaf í mér sú löngun að fara á Alþingi og reyna að breyta þessum skrípaleik." 

 


Sorg fyrir blaðamenn og gamalmenni

Nú er þungur harmur kveðinn að slúðurblaðamönnum og öðrum slúðurfíklum - að maður tali nú vonarneista fjölda gamlingja. 


mbl.is Anna Nicole Smith látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stúdentapólitíkusar sko hahaha ...

Vaka og Háskólalistinn voru með kosningavökur á þessum stöðum í nótt -
en svo er spurning af hverju Deco, þar sem Röskva var, var ekki lokað
líka. Trúlega eru þetta þá helvítis kommúnistar í löggunni. ;)
mbl.is Hressó og Stúdentakjallaranum lokað af lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður kokkteill

Jón Magnússon, Kristinn H. Gunnarsson og Magnús Þór Hafsteinsson samankomnir í einn flokk. Það hlýtur að teljast nokkuð góður kokkteill. Það hlýtur eitthvað skemmtilegt að koma út úr því, sérstaklega þar sem Sverrir Hermannsson er ekki hættur enn. 


mbl.is Kristinn H. Gunnarsson velkominn til liðs við frjálslynda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undanfari prentsmiðjusameiningar?

Það gefur nokkuð augaleið að tvær prentsmiðjur og tvö dreifikerfi meika ekkert endilega sens þegar sami blaðberi getur labbað í bæði húsin og ein prentsmiðja getur ráðið við allan dagblaðaprentmarkaðinn. 

Og þegar ekki virðist framundan frekari vöxtur í auglýsingasölu hljóta menn að fara að huga að sameiningu. 


mbl.is DV prentað í prentsmiðju Morgunblaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband