Leita í fréttum mbl.is

Steinríkur dagsins

Skyldi hann hafa lesið Hellblazer:Good Intention?

Golfbogi og köttur dagsins

Köttur dagsins er með golfboga. Og að minnsta kosti níu líf ...

Síðan vil ég bæta því að mér finnst í rauninni mjög gaman að eiga vini sem kunna á því lagið að fá allar stelpur upp á móti sér, með sama hætti í hvert skipti. :)


Grill ráðgjafinn

Þórbergur Þórðarson lýsti í einhverri sjálfsbóka sinna hvernig hann kom sér upp hópi ráðgjafa/sérfræðinga í kringum sig á afmörkuðum sviðum. Mér finnst það snjallt hjá honum og hef reyndar gert það líka, þó í hversdagslegri viðfangsefnum. Rétt áðan hringdi ég í einn þessara ráðgjafa og spurði hvort hann gæti sagt mér allt sem ég þyrfti að vita um gasgrill.

"Nei, það get ég ekki." 

Stuttu síðar hafði hann sagt mér allt sem ég þurfti að vita um gasgrill. Þannig eiga menn að vera. Þessi maður ætti að verða aðstoðarmaður hjá einhverjum ráðherranum, en reyndar sýnist mér líklegra að Samfylkingin þurfi á svona ráðgjafa að halda.


Furðulegur Mannlífsmoli

Þetta er allnokkuð furðulegur moli hjá Mannlífi um hið Prentsvarta siðleysi Íslandsprents. Við skulum láta það liggja milli hluta hve augljósalega sögunni allri svipar um margt til Lifandi Vísinda. 

Fyrir það fyrsta virðist höfundur molans telja Upplagstölur Sögunnar allrar vera viðskiptaleyndarmál.

Í öðru lagi virðist hann telja fjölda áskrifenda vera viðskiptaleyndarmál - en hafi svo verið finnst mér vandséð að tímaritinu hafi borið nauðsyn til að deila því leyndarmáli með prentsmiðjunni. Kannski þeir ætli næst að halda því fram að útgáfudagarnir séu viðskiptaleyndarmál?

Annars má geta þess að 365 reyndi á sínum tíma að gefa út ReykjavíkMag sem var copycat af Reykjavík Grapevine, sem þá var prentað hjá Ísafoldarprentsmiðju, sem 365 átti helmingshlut í. Og hver á bæði Birting og 365?

Annars hef ég aflað tilboða hjá Íslandsprenti og það er ekki mín tilfinning að þeir hafi mikinn hagnað af verkefnum sem þeir taka að sér í tímaritaprentun, heldur vilji fá sem flest verkefni og mesta veltu. Og þar liggur sjálfsagt ástæðan fyrir því að Birtingur prentar þar en ekki hjá Ísafoldarprentsmiðju. Þannig að það verður ekki mikið tap hjá prentsmiðjunni að missa Ísafold og söguna Alla. En hafi Sagan öll minnkað tekjurnar af Lifandi vísindum gegnir öðru máli ... 


Orð dagsins

... er Orðið á götunni. Það skúbbaði því á þriðjudag að það sjálft ætlaði nú aftur að fara af stað. Enn sem komið er virðist það eins og flest önnur skúbb úr þeirri átt vera rangt og hefur lítið af Orðinu spurst síðan.

Mikill áhugi virðist þó vera fyrir endurkomu af einhverju tagi, en þar má nú finna könnun þar sem spurt er hvort þér finnist að Orðið eigi að byrja aftur. Af níu svarendum hafa 55% sagt nei en 44% já. 


Skúbb - Stebbifr aðstoðarmaður forsætisráðherra

Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun norðanmaðurnn Stefán Friðrik Stefánsson hljóta þá upphefð að verða aðstoðarmaður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra.

Stefán er flokksmönnum að góðu kunnur fyrir vandað og vel skrifað blogg, en hann er meðal efstu manna á moggablogginu og hefur lengi verið.

Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar, vann ágætan sigur í NA-kjördæmi og mun vera nokkur kurr í kjördæminu með að enginn ráðherra skuli koma þaðan, en Akureyringar hafa verið ráðherralausir síðan Tómas Ingi Olricht hvarf af ráðherrastóli. Stefán hefur lengi verið virkur í flokknum þar og meðal annars verið formaður Varðar og fulltrúi Norðanmanna í stjórn SUS. Þar hefur hann stutt dyggilega við bakið á Borgari Þór og nánustu samstarfsmönnum hans.  

Af öðrum aðstoðarmannafréttum er talið að Þorsteinn Davíðsson muni senn láta af störfum sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar. Talið er að Pétur Ingimar Guðmundsson muni taka við starfinu.


Ármann aftur byrjaður í menntaskóla?

Er Ármann Jakobsson aftur byrjaður í menntaskóla? 

Það finnst mér ekki líklegt. Eftir sem áður eru forvitnilegar stílæfingar á ferðinni í þessari grein á Múrnum sem þegar þetta er skrifað er merkt "ÁJ".


Breyttur andi

Það er athyglisvert að sjá hve berorðar konurnar í Íhaldinu eru
berorðar um óánægju sína yfir kvenfæð í ráðherrastólum. Þær létu ekki
svona þegar Davíð skipaði eins fyrir fjórum árum. Er það þá til marks
um meiri óánægju, eða er það til marks um breyttan anda í þingflokknum?

Ráðherraköttur dagsins

Maður heyrir núna ólíklegustu nöfn nefnd þegar kemur að aðstoðarmönnum ráðherra, einkum fyrir þá Geir og Gauðlaug. Í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð en aðstoðarmenn ekki verið ráðnir þá sting ég upp á ráðherrakettinum Humphrey. Ef ekki sem aðstoðarmanni, þá í það minnsta sem ketti dagsins.

Og já, svo maður haldi nú áfram í aðstoðarmannapælingunum, þá er það lykilatriðið, einkum á þessum femínísku tímum, að hann geti veitt yfirmanni sínum greinargóða ráðgjöf um fjölmiðla og fjölmiðlaframkomu.

 


Þrífarar, í Baggalútsanda, þó án photoshop

Hvíti hvalurinn Moby dick.

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Davy Jones, skipstjóri. 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Paul Watson, Íslandsvinur 



« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband