Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Forsíða Moggans í dag

... var svona heldur í DV fíling. "Milduðu dóminn" var fyrirsögnin, og hjá voru myndir af hæstaréttardómurunum. 

Ath: Ekki "dómurinn styttur" eða "dómurinn mildaður".  Ekki "Mildaði dóminn" eða "Hæstiréttur mildaði dóminn". Heldur milduðu, eins og "þau milduðu dóminn" eða öllu heldur þeir, því allt voru þetta jú karlmenn á myndunum.

Kannski má þetta alveg - en maður hefur ekki beinlínis verið vanur þessu frá Morgunstofnanablaðinu. Verður kannski næst hvatt til uppþota á götum úti? Það var eiginlega það eina sem vantaði í fréttina, að efnt yrði til mótmælafundar á þessum stað á þessum tíma etc.  


Holur hljómur - auðvitað í mogganum!

Að sjálfsögðu birtast þessar skýringar fyrst í mogganum - hvar annars staðar.

Skyldi Þorgerður annars hafa ráðfært sig við háskólafólk úr öðrum skólum með þetta vanhæfi að gera? Og taldi hún þá fyrirfram víst að téður Birgir myndi þá ekki segja sig frá umræðum eða störfum þar hætta væri á hagsmunaárekstrum.

Þetta tengist því væntanlega að sjálfsögðu ekki neitt að Birgir Guðmundsson hefur trekk í trekk gagnrýnt ríkisstjórnina og að Svanborg er í Samfylkingunni - og á Baugsmiðlinum.  


mbl.is Taldi hættu á hagsmunaárekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En endist þetta?

Það er áhugaverð spurning. En miðað við að þetta eru nú Vinstri grænir, og að eitthvað er af nýju fólki þarna innanhúss, er þá til dæmis ekki bærilega líklegt að einhver láti ógleymanleg gullkorn falla fyrir andstæðingana til að tönnlast á?

mbl.is Vinstri grænir mælast með 21% fylgi í nýrri Gallupkönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öruggt Auðkenni?

Forvitnilegt blogg hjá nafnlausum bloggara: Kannski er Auðkennislykillinn ekki svo öruggur!

Stórpólitískt dómgreindarleysi?

Þorgerður Katrín fór ekki að tillögu Blaðamannafélagsins um einhverja
nefndaskipan, heldur skipaði sinn eigin starfsmann ásamt erfðaprinsi
Morgunblaðsins, sem er gamall samstarfsmaður aðstoðarmannsins hennar.
Er þetta ekki stórpólitískt dómgreindarleysi, að dissa blaðamenn svo
stuttu fyrir kosningar?

Er þá ekki tvígreitt fyrir?

Ef hann er einungis að spila tónlist úr útvarpi, er þá útvarpsstöðin ekki þegar búin að greiða STEF gjöld fyrir tónlistina?
mbl.is Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Naktar fyrir Súperman

Það var, að því er mér skilst, einhver keppni um það á Pravda að ganga í augun á Súperman sem sat þarna á stól. Og þetta voru víst aðallega stelpur og svo fór þetta út í það að þær fækkuðu fötum. Sem er, verð ég að segja, svolítið sorglegt. 

Ekki þó þannig að ég ætli að leggjast í pælingar um lélega sjálfsmynd viðkomandi stúlkna, sem ætluðu víst að vinna flugferð (að ótöldum heiðrinum). En málið er að síðast þegar ég vissi var Súperman með röntgenaugu. Hversu ljóshærðar voru þessar stelpur eiginlega. 


Glötuð pólitík í dag

Það verður eiginlega að segjast alveg eins og er að íslensk pólitík er frekar geld í dag, og það litla sem er að gerast lofar hreint ekki góðu.

Þess vegna var ekki laust við að maður yrði því feginn að Jón Baldvin léti til sín taka og hótaði að stofna Krataflokk.  Ég hef alltaf verið hrifinn af kallinum, þó ekki væri nema vegna þess að hann hefur skoðanir og prinsipp og er í pólitík fyrir þau. Eltist ekki við skoðanakannanir heldur beitir sér fyrir sínu hvort sem það er að fara að ganga eða ekki. Það er ekki eins og það séu margir þannig í pólitík í dag. 

Vinstri grænir eru í raun gamaldags valdapólitíkusar, bæði Steingrímur og Ögmundur, sem hafa, ef marka má nýjustu kannanir, náð góðum árangri í að byggja upp trúverðugleika í umhverfis- og jafnréttismálum - sem Samfylkingunni hefur ekki tekist. Það er holur lobbýhljómur í væntanlegum rasisma frjálslynda flokksins. Samfylkingin hefur allar og engar skoðanir, Framsóknarflokkurinn hefur bara engar skoðanir en mun sjálfsagt eins og venjulega finna 2-3 einföld og skýr mál til að lofa til að redda nokkrum prósentum, sem verður sjálfsagt ekki mikið mál þegar allt er í molum hjá smátyrninu. 

Sjálfur hef ég ekki hugmynd um það hvaða Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega stendur fyrir þó lengi hafi maður fylgst með honum. Eina hugmyndafræðin sem virðist vera sjáanleg hjá honum í ríkisstjórn er þessi um leyniþjónustu til að standa vörð um innra öryggi ríkisins. Sem er mjög merkilegt í ljósi þess að það er í rauninni varla nema eitt ríkisleyndarmál á Íslandi um þessar mundir: Það væru þá stjórnmálaskoðanir forsætisráðherra og ekki síður hvert hann ætlar með flokkinn sinn.

Í rauninni verður mjög forvitnilegt að sjá hvað verður úr framboðum hjá Jóni Baldvin og hjá Draumalandinu og ekki laust við að út úr því komi eitthvað sem maður mögulega gæti kosið með góðri samvisku.  Því ég get eiginlega ekki hugsað mér að kjósa Sjálfstæðisflokkinn með allan þennan farangur frá síðasta kjörtímabili nema það megi sjá fram á raunverulegar breytingar á kvikindinu. Og hversu miklar líkur eru á því?

Eins og hann lítur út núna eru allar líkur á því að ráðherralistinn verði nokkurn veginn eins og síðast: Geir, Þorgerður, ÁrniMatt, Sturla, EinarK og Bóbó.is. Spurning er líklega hverjum yrði skipt út um mitt kjörtímabil - fyrir Guðlaug Þór. Trúlega yrði það Sturla og Grafarvogur fengi þá loksins samgöngumálaráðuneytið. Tommi yrði hrifinn af því. 

Íslensk pólitík, eins og hún er þessa stundinda, er álíka þreytt og bloggfærslurnar hans Egils Helgasonar. Mættum við þá frekar biðja um þras um póstmódernisma. :) 


Fyrrverandi í bili

Fyrrverandinn er þar með orðinn fyrrverandi moggabloggari í bili. Ég er of upptekinn fyrir eitt blogg, og hvað þá fyrir tvö. :)

Upprifjanir vegna dauðadómsins

Eins og ég benti á í gær er þessi Nurnbergdauðadómur fyrst og fremst pólitík, frekar en dæmigerður refsiréttur og á því ekki beint erindi inn í fordæmingar á dauðarefsingar í Bandaríkjunum.

En úr því málið er frágengið og úr því ég var að minnast á þetta í gær er trúlega ekki úr vegi að rifja upp tvær gamlar fréttir sem lítið fór fyrir á alþjóðavettvangi sem báðar fjalla um pólitískar vílingar og dílingar um lífsmöguleika kallsins. 

fyrri er úr Telegraph. Samkvæmt henni voru grið fyrir Saddam meðal þess sem leiðtogar uppreisnarmanna úr röðum súnnímúslima ræddu um í tilboði sem þeir gerðu ríkisstjórninni, og var þá íhugað alvarlega af henni. 

"We are trying to reach out to the insurgents," segir heimildarmaður blaðsins, sem það segir háttsettan í ríkisstjórninni. "We don't expect them to stop fighting unconditionally. Sending Saddam to prison for the rest of his life is not a huge price for us to pay, but it will save them a lot of face."

síðari birtist nokkru síðar í The Peninsula online. Þar segir að Rumsfeld hafi boðið Saddam frelsi og hugsanlega endurkomu á opinberan vettvang gegn því að hann flytti sjónvarpsávarp bæði uppreisnarmenn að leggja niður vopn. 

Saddam neitaði því snarlega. 

Þessar fréttir koma að sjálfsögðu báðar fram áður en réttarhöld og fyrirkomulag þeirra var ákveðið - en þær sýns hins vegar glöggt pólitíkina sem var í gangi.  Örlög Saddams voru fyrst og fremst pólitískt úrlausnarefni, og niðurstaðan úr því varð sú að láta fara fram réttarhöld sem fyrir lá að myndu leiða til dauðarefsingar.

Það mun væntanlega hafa einhverjar pólitískar afleiðingar þegar hann verður framkvæmdur til fullnustu. Og sjálfsagt væri hyggilegt að fullnusta hann sem fyrst.  

Og spurningin er hvort máttur uppreisnarinnar hafi verið vanmetinn á sínum tíma - að ef til vill hafi það verið pólitísk mistök að efna til þessa réttarhalds, og fá síðan kveðinn upp dauðadóm, á sama tíma og það er samdóma álit manna að Bandaríkin séu búnir að missa öll tök á stjórnmálaástandinu.  


mbl.is Dauðadómurinn yfir Saddam þarf ekki staðfestingu forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband