Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
22.5.2007 | 21:27
Samið yfir sig
Það er aldeilis að Íhaldið virðist hafa komist vel frá hlutaskiptunum. Þeir fá tvö ráðuneyti en láta eitt í staðinni, en reyndar með smá gengisfellingu á Heilbrigðisráðuneytinu.
Þá á ég ekki við ráðherraefnið, heldur eru einhver verkefni klipin af því. Síðan halda þeir forseta Alþingis. Það mætti segja mér að Samfylkingarfólk verði ekki kátt með þetta, enda lítur þetta út eins og Geir hafi einfaldlega fengið að velja fyrst, en Ingibjörg og Össur hafi síðan fengið rest. Þannig fær flokkurinn heilbrigðisráðuneytið, en þar vill hann endilega breyta, og líka landbúnaðarráðuneytið þar sem hann vill helst engu breyta.
Það má ekki gleyma í þessu sambandi að það skapar Sjálfstæðisflokknum ákveðið forskoto í öllum ágreiningsmálum sem kunna að koma upp milli flokkanna að halda sínum ráðuneytum með sínu fólki.
Það er aldeilis að Andra Tryllingi hefur tekist að bræða Ingibjörgu. Þótt þetta lúkki vel fyrir Íhaldið er þetta ekki endilega klókt, því fyrstu viðbrögð Samfylkingarfólks munu verða undrun og neikvæðni, sem gæti fylgt samstarfinu lengi áleiðis. Hafi Ingibjörg samið af sér hefur Geir samið yfir sig, því í alvöru bisness þurfa báðir að græða og verða sáttir.
Og meðan ég man, af hverju er enginn sniðugur blaðamaður búinn að hringja í Alfreð Þorsteinsson og fá viðbrögð frá honum: Hvernig honum lítist á nýja heilbrigðisráðherrann. :)
Viðbót: Það skiptir máli að gefa landinu gott nafn. Af hverju var ekki farið í ráðuneytafimbulfamb og Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneyti smættað í Heilbrigðismálaráðuneytið, en Félagsmálaráðuneytið dúbbað upp í Félags- og Tryggingamálaráðuneytið Skv. frétt RÚV er það það sem þeir gerðu, þe, beina útsendingin á netinu. Einhver Samfylkingarmaður hlýtur að bölva öllum hinum Fréttamönnunum. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 13:51
Vægð, takk
Nú boðar Orðið á götunni endurkomu sína á bloggheima. Mætti maður biðja um vægð, því nóg er fyrir af lognum fréttamolum hjá slúðurbloggurum sem þó búa yfir agnarögn af krítík á sína áreiðanlegu heimildarmenn. Og hafa reynslu af blaðamennsku.
Við skulum þó hafa í huga að flest það sem kom fram á Orðinu var í meira lagi ónákvæmt, svo líklega er það ekki að koma til baka alveg strax. ...
21.5.2007 | 23:00
Fluttur? Ójá
Þegar hillukisurnar (sem nálgast 7. tuginn) eru komnar í gluggakistuna þá er maður formlega fluttur yfir, að maður tali nú ekki um þegar maður er kominn með eins og eina uppþvottavél.
Innflutningspartí? Kannski. Veit ekki. Trúlega samt.
Það eina sem ég man eftir að mig vanti í innflutningsgjöf myndi þá vera eins og eitt stykki gasgrill. Þau fást víst tiltölulega ódýrt þessa dagana.
Og nei, ég ætla ekki að útskýra fyrir ykkur hvernig mér tókst að læsa mig inni á klósetti í flutningunum og þurfti að bíða í 45 mínútur eftir björgun.
Hins vegar viðurkenni ég fúslega að hafa verið fljótur að skafa alla málninguna annarri hlið gluggans í svaladyrunum; þessum þar sem ég sá málningarteipið í gegnum glerið og fattaði ekki að það var hinumegin.
Fyrr en ég var hálfnaður.
Annars er maður víst aldrei alveg búinn með þessa flutninga. Allir litlu hlutirnir virðast vera í einu allsherjarsamsæri um að draga þetta sem mest á langinn - en nú fer þessu að ljúka. Vona ég. :)
19.5.2007 | 01:07
Ríkisstjórnarheitin
Við höfum oft átt skemmtileg heiti á Ríkisstjórnum: Ólafía, Stefanía, Stjórn hinna vinnandi stétta, Nýsköpunarstjórnin, Viðreisnarstjórnin, Viðeyjarstjórnin og Nnú síðast Baugsstjórnin Ingigerður.
Og ekkert nema gott um það að segja að ríkisstjórnir heiti eitthvað. Nóg er nú andagiftarleysið samt yfir pólitíkusunum.
En eitt er merkilegt. Ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem er NB það algengasta gegnum tíðina; þær ríkisstjórnir hafa aldrei heitið neitt. Hverju sætir það?
18.5.2007 | 12:08
Hlakkar í Ágústi?
Til skýringar á fyrri orðum sínum um að það hafi hlakkað í varaformanni Samfó vísar Björn.is á viðtal á RÚV. Þar segir Ágúst þetta, þegar fréttamaður rifjar upp 30% markmiðið sem einhver þingmanna flokksins hafði sett fram opinberlega um stærð flokksins, sem ekki náðist.
"Neinei, auðvitað eiga menn að fara varlega í setja sér svona markmið. En árangurinn er ásættanlegur hvað þetta varðar. Við erum með tvöfalt fleiri þingmenn en vinstri grænir og einungis vantar Samfylkinguna tvo þingmenn til að jafnmarga samanlagt og VG, Frjálslyndir og Framsókn hafa. Ríkisstjórnin fær auðvitað skell. Tveir ráðherrar féllu í kosningunum og sá þriðji verður hugsanlega fluttur til vegna útstrikana."
Meira var nú ekki sagt um Björn í þættinum. Þegar hlustað er á viðtalið í heild verður ekki betur séð en að þetta sé sagt í algeru framhjáhlaupi.
Hvað hefur maðurinn eiginlega verið að spá þegar hann slengdi þessari fullyrðingu fram? Ég held maður þurfi að vera mjög grillaður í hausnum til að fullyrða að það hafi hlakkað í Ágústi Ólafi yfir þessu.
17.5.2007 | 20:46
Ráðherralisti - getgáta
Forsætisráðherra: Geir H. Haarde
Utanríkisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Fjármálaráðherra: Árni M. Mathiesen
Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðherra: Össur Skarphéðinsson
Dómsmálaráðherra: Björn Bjarnason, í að minnsta kosti eitt ár.
Menntamálaráðherra: Björgvin G. Sigurðsson
Sjávarútvegsráðherra: Einar K. Guðfinnsson
Samgöngumálaráðherra: Kristján L. Möller
Félagsmálaráðherra: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir Helgi Hjörvar
Iðnaðar- og Viðskiptamálaráðuneyti: Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Landbúnaðarráðherra: Sturla Böðvarsson
Umhverfisráðherra: Ágúst Ólafur Ágústsson
Jóhanna Sigurðardóttir verður forseti Alþingis.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
16.5.2007 | 21:55
Um pólitískt umboð Bóbó
Það er gaman að velta því fyrir sér vegna þessara útstrikana hvert raunverulegt lýðræðislegt umboð Björns Bjarnasonar sem þingmanns sé fyrir næsta kjörtímabil.
Hann var kjörinn í þetta sæti með 4.506 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í október síðastliðnum, þe. uppsöfnuð atkvæði hans í 1.-3. sæti fyrir Reykjavíkurkjördæmið allt.
Þeir sem strikuðu yfir hann voru 2.514, en það var úr öðru Reykjavíkurkjördæminu en ekki báðum. Enn fremur greiddi nokkuð há prósenta atkvæði utan kjörstaðar, og hafði ekki kost á því að strika yfir frambjóðendur eða breyta röð þeirra.
Ef að nú Reykjavík væri eitt kjördæmi, og yfirstrikanir hefðu líka verið mögulegar utan kjörfundar, eru því sýnist mér þó nokkrar líkur á því að þeir sem strikuðu hann út hefðu verið nokkuð fleiri en þeir hverra umboði í hann sat í þessu sæti.
Sem hlýtur að vera umhugsunarefni.
15.5.2007 | 13:00
Eftir að Grétar grenntist já
"Frjálslyndir er samsafn flóttamanna og fýlupúka víða að. Annað eiga þeir vart sameiginlegt eftir að Grétar Mar grenntist."
Vefþjóðviljinn? Oneeii, þessi ummæli á Benedikt Jóhannesson á heimur.is.
14.5.2007 | 15:45
Vonbrigði helgarinnar
14.5.2007 | 14:51
Sigur hjá Íhaldinu
Miðað við síðustu alþingiskosningar er svarið klárlega já. En það voru ekki beint góðar kosningar.
Ef að meðaltal frá árinu 1959 er tekið, þá er það 37,0 prósent. En þegar afhroðið árið 1987, þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram, er meðaltal Sjálfstæðisflokksins 37,8 prósent. Það væri eðlilegra að miða við þá tölu.
En meðaltalið eitt og sér er ekki samanburðarhæfasta talan í sögulegu samhengi. Best væri að skoða fylgi flokksins við sambærilegar aðstæður: Þ.e.a.s að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn og efnahagsástandið í landinu mjög gott: Lítið atvinnuleysi, góður kaupmáttur, hagvöxtur etc.
Því miður er ekki hægt að glöggva sig á því á vef hagstofunnar. En ég hugsa að þá ætti helst að miða við árin 1963 (41,4%) og 1999 (40,7%).
Einnig mætti, þó maður sé þá líklega kominn út á hálari braut, reyna að skilgreina kosningaár þar sem leiða mætti líkur að því að aðstæður væru Sjálfstæðisflokknum hagfelldar. Þá mætti með góðri samvisku bæta við þessum kosningaárum:
1974 (42,7%): Umdeild vinstristjórn búin að sitja sem misst hafði tökin á efnahagsmálum, og reyndar fleiri málum.
1983 (38,7%): Mikil efnahagsóstjórn hafði verið hjá veikri ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen fór fyrir, verðbólga hafði náð þriggja stafa tölu um stundarsakir.
1991 (38,6%): Vinstri stjórn Steingríms, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars búin að vera við völd. Trúlega skásta ríkisstjórnin, en þó umdeild og líka á margan hátt veikburða. Ný forysta tekin við hjá Sjálfstæðisflokknum.
Nú reyndar man ég ekkert um hvernig pólitíska landslagið lá eftir þriðja viðreisnarkjörtímabilið, árið 1971, en þá fékk flokkurinn 36,2%.
En miðað við fylgi frá fyrri tíð sýnist mér að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að geta náð betri kosningu.
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar