1.2.2007 | 10:17
Er þá ekki tvígreitt fyrir?
Ef hann er einungis að spila tónlist úr útvarpi, er þá útvarpsstöðin ekki þegar búin að greiða STEF gjöld fyrir tónlistina?
Sannað að viðskiptavinir í verslun heyrðu í útvarpi á kaffistofu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er svo, að gjald útvarpsstöðva er miðað við ákveðnar forsendur, meðal annars þá, að hlustendur og þar á meðal þeir, sem greiða afnotagjöld, sem eru nú kanski ekki svo margir, enda margar stöðvar sem engin afnotagjöld innheimta, fá ekki heimild til að birta efni útvarpsstöðvarinnar opinberlega. Útvarpsstöðin hefur heldur engan áhuga til að greiða fyrir þau afnot. Hún vill þannig ekki greiða fyrir afnot verslunar á Raufarhöfn eða í Austurstræti á tónlist. Verslanirnar verða sjálfar að kaupa sér réttinn til að birta tónlistina opinberlega hjá sér. Ekki er tvígreitt, hver borgar fyrir sig. Ég borga útvarpsgjald og það með glöðu geði, en ég vil ekki fara að borga fyrir not einhverrar verslunar á tónlist, sem ég kem aldrei í eða sjaldan og þó ég kæmi þangað daglega.
Bestu kveðjur,
Gunnar Stefánsson
Gunnar, 1.2.2007 kl. 11:22
Jæja, nú er ég búinn að vafra um flestar bloggsíður sem ég hef séð blogga um þessa frétt hjá mbl.is og mig langar til að spurja Gunnar Stefánsson að einu. Tókstu þennan texta sem þú deilir með okkur hér, þessari miklu speki, og kóperaðir hann og peistaðir á allar síður sem voru á móti þessari augljóslega fáránlegu gjaldtöku STEFs? Mér er spurn. Ert þú innanbúðar maður í STEF? Ég kíkti á heimasíðuna þína og sá að þú hefur lokað fyrir athugasemdir og efast ég ekki um hvers vegna það var... enda rök þín oftast nær gjörsamlega út í hött.
Það að líkja þessu við það að verslunareigandi notaði bíl einhvers lagahöfundar er svo fáránlegt að það nær engri átt. Bíll og lag gæti ekki verið óskyldari hlutir. Auðvitað á höfundur að fá borgað fyrir sína vinnu, en það er algjör óþarfi að rukka inn fyrir höfundaverkin á tveimur, þremur og jafnvel fleiri stöðum. Tónlistarmaður gefur út sína tónlist á geisladisk og hann fer í sölu. Tónlistarmaðurinn fær þóknun fyrir sölu á þessum geisladiskum og útgefandinn fær sinn skerf. Ef tónlistin er vinsæl og fær spilun í útvarpi fær svo tónlistarmaðurinn þóknun frá útvarpsstöðvum sem spila lög frá þessum tónlistarmanni. Á svo að fara að rukka verslanir sem útvarpa þessari útvarpsrás hjá sér um enn eitt gjaldið sem svo rennur til þessa tónlistarmanns? Auðvitað má ekki gleyma því að þessi tónlistarmaður er líka að fá sinn skerf af seldum skrifanlegum geisladiskum, iPodum, segulbandstækjum og ég veit ekki hvað og hvað... Hvar endar þetta eiginlega?
Ætli maður eigi eftir að sjá menn frá STEF niðrá Laugavegi stoppandi bíla sem spila einhverja útvarpsstöð of hátt og réttandi þeim gíróseðla fyrir ársgjaldi á dreifingu tónlistar sem er höfundarréttarvarin? Fyrir mér er þetta ekkert annað en blóðsugustarfsemi þar sem þeir eru sendandi út 'njósnara' í hinar og þessar verslanir til að athuga hvort þeir heyri ekki örugglega í einhverju smá gauli í útvarpi á kaffistofunum eða bara hvar sem er svo þeir geti sent gíróseðil á viðkomandi verslun og haldið þessu batteríi gangandi...
Einir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 02:22
Einkar hressandi umræða, og mun skárri en lesendabréf Moggans. Gaman að þessu.
Svansson, 5.2.2007 kl. 10:25
Grunaði ekki Gvend... fór á heimasíðu STEF og hver annar en Gunnar nokkur Stefánsson er þar titlaður Markaðs- og innheimtustjóri samtakanna...
http://stefvefur.eplica.is/STEF/AlmennarUpplysingar/Rekstur/
Það skýrir allt fyrir mér allavega...
Einir (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 19:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.