Leita í fréttum mbl.is

Hversu margir bloggarar?

Ég spái því að bloggararnir sem verði búnir að hengja sig á þessa frétt áður en yfir líkur verði álíka margir og mögulegir barnsfeður. 

Síðan myndi ég vilja sjá follow-up af þessari frétt: Heldur hjúkrunarkonan starfinu sínu hjá þessum blessaða spítala?

Sagði ég í alvörunni blessaða spítala? Jæja látum það standa.  


mbl.is Hjúkrunarkona segir 20 lækna geta verið föður barns síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Er ástæða fyrir því að hún ætti ekki að halda starfinu?

SigrúnSveitó, 2.2.2007 kl. 12:13

2 Smámynd: Svansson

Það mætti segja mér að einhver yfirmaður á spítalanum væri minna sáttur með þetta heldur en hitt. ;)

Svansson, 2.2.2007 kl. 12:35

3 identicon

Ég sé bara ekkert að þessu hjá henni, hvað gerði hún rangt?

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 12:52

4 Smámynd: Svansson

Vá hvað ég nenni ekki að svara liði sem tekst með einhverjum hulduleiðum að sjá út úr þessu hjá mér gagnrýni á hjúkkuna.

Þetta er moggabloggið en ekki málefnin. Ég myndi fara þangað hefði ég áhuga. Takk samt.

Svansson, 2.2.2007 kl. 13:15

5 identicon

Séleg pía er Sigga Geira

og sexappíl hefur flestum meira,

hlýtt og notalegt er hennar ból

hverjum sem býður hún næturskjól.

Það vita:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar

og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á

Goðanum og Denni í Efstabæ   og einnig ég.



En ekki má yfir miklu hlakka,

í mars þá eignaðist Sigga krakka.

Sagt var að prestinum brygði í brún

er barnsföður tilnefna skildi hún.

Hún nefndi:

Kalla Jóns og Gústa læknisins og Nonna Sæmundar

og Halla rakarans og Fúsa Sigurleifs og Palla á

Goðanum og Denna í Efstabæ   og einnig mig.



Nú urðu yfirvöld úr að skera,

því ei má fjölgetið barn neitt vera,

slíkt þykir óhæfa hér til lands,

og hópnum stefnt var til sýslumanns.

þar mættu:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar

og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á

Goðanum og Denni í Efstabæ   og einnig ég.



Þegar úrskurðinn upp loks kvað hann

allir flýttu sér burtu þaðan.

Skálkar, sem sluppu með skrekkinn þar,

skunduðu kátir á næsta bar.

Þar hittust:

Kalli Jóns og Gústi læknisins og Nonni Sæmundar

og Halli rakarans og Fúsi Sigurleifs og Palli á

Goðanum og Denni í Efstabæ   en ekki ég.



Því þarna urðu mér örlög ráðin,

mér einum var sem sé dæmdur snáðinn.

Hvenær sem lít ég það litla skinn

læðist þó efi í huga minn.

Hann líkist:

Kalla Jóns og Gústa læknisins og Nonna Sæmundar

og Halla rakarans og Fúsa Sigurleifs og Palla á

Goðanum og Denna í Efstabæ   en ekki mér.

Eiríkur Kjögx (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 13:36

6 Smámynd: Svansson

Ég þakka kveðskapinn, og bendi á í fullri vinsemd þann hagnýta möguleika að halda shift takkanum inni um leið og ýtt er á enter svo línubilið verði ekki tvöfalt í hvert einasta skipti. 

Svansson, 3.2.2007 kl. 11:29

7 Smámynd: Svansson

Yfirmenn hljóta að vilja hafa svona fakta á hreinu sko. Sérstaklega ef þetta skyldi nú vera karlkynsyfirmaður. Ekkert óeðlilegt samt, bara svona normal forvitni um náungann. :þ

Svansson, 3.2.2007 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband