3.2.2007 | 11:49
Athyglisverðar moggabloggvísanir
Komst með óeðlilegum hætti yfir Morgunblað dagsins í stigaganginum hjá mér því ég vildi sjá eftirköst forsíðunnar í gær.
Eins og búast mátti við var þetta ekki á nokkurn hátt útskýrt. En á hinn bóginn var nú á forsíðunni löng fréttaskýring um dóminn sem var á allan hátt meira í anda þess sem maður býst yfirleitt við af Morgunblaðinu, og þar kom skýrt fram að dómarnir hefðu verið að þyngjast undanfarin ár. Sem er auðvitað lykilatriði. Ekki stakt orð um þetta í Staksteinunum og leiðarinn var þessi klassíska afstaða ráðuneytis almenningsálits íslensku þjóðarinnar á dómnum. En ekkert um breytta tíma í fréttamennsku.
Allt sem frá Morgunblaðinu sjálfu kom var því eins og eftir mislukkað skemmtiatriði í byrjun árshátíðar, eða lélegan brandara í matarboði. Kynnirinn eða eiginmaðurinn segir eitthvað óljóst sem ber í bætifláka fyrir floppið án þess að minnast á það berum orðum og síðan heldur veislan áfram eins og ekkert hafi gerst. Atvikið er skrifað út, og enginn minnist framar á að neitt í þessa veruna hafi gerst. Og samt fylgdust allir með því, rétt eins og þegar Snæfellingar fóru í hrönnum að Snæfellsjökli til að taka á móti geimverum um árið.
Það forvitnilegasta voru hins moggabloggin sem birt voru á Staksteinasíðunni. Þar birtast þrjú blogg í kjölfarið á forsíðunni sem endurspegla nú varla hinn almenna tón í bloggheimum, þó að vísu birtist ákall Hrafns Jökulssonar þar. Hin tvö eru:
1) Blogg Péturs Magnússonar, og reyndar einmitt sá bútur þar sem hann dregur í efa að hæstvirtur Morgunblaðsritstjóri hafi yfirhöfuð verið hafður með í ráðum um forsíðuna.
2) Blogg ykkar einlægs síðan í gær, og reyndar búið að breyta fyrirsögninni í "DV-fílingur".
Hver skyldi hafa valið þessi blogg og er verið að segja eitthvað með því?
En auðvitað ætti maður ekki að vera að draga ályktanir í blindni af þessum toga - kannski fannst þeim hatturinn minn bara svona flottur. ;)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.