5.2.2007 | 15:10
Laun fyrir skattheimtuna
Ég er skattheimtumaður og það kostar mig nokkra vinnu og fyrirhöfn og útréttingar, án þess ég fái krónu fyrir.
Nánar tiltekið, þá er ég með VSK númer. Þarf að standa skil á því, halda öllu til haga, reikna út, og etv að borga endurskoðanda fyrir ráðgjöfina. Stofna bankareikning, skrifa út pappíra, reikna rétt og týna engu. Læra á kerfið, jafnvel af mistökunum og fá nýtt eyðublað í hvert skipti. Þetta er aldrei eins frá ári til árs og nú síðast er búið að flytja VSK skrifstofuna upp 4. hæð og þó er hún enn kirfilega merkt á 1. hæð á skiltum og í lyftu Tollstjórahússins (en einhverra hluta vegna eru ég og hinir VSK skattheimtumennirnir sendir í tollstjórahúsið, upp á 5. hæð, til að skila þessu).
Svo að ofan á annað er maður líka látinn villast í lyftunum. Er nema von að einhverjir freistist til að svíkja, eða gera sem mest svart.
En eins og maður segir, ég sé um innheimtuna fyrir ríkið og fæ ekkert fyrir nema bankavextina og nú verða þeir minnkaðir fyrst það á að setja mig á tveggja mánaða skil. Eftir að ég fékk leiðréttingarskýrslu í hendurnar, nú þarf ég að taka tíma í að fara aftur yfir alla reikninga og punkta niður hvað fer á hvaða tímabil.
Það vinnur enginn sjálfstætt á Íslandi: Við erum allir í vinnu fyrir ríkið. Með öllu því sem þeirri vinnu fylgir. Og fáum ekki krónu fyrir í laun og ekki heldur ánægjuna.
Innskatt? Það sem maður getur talið á móti? Jújú, eitthvað svolítið, en hvorki mat né drykk eða eitthvað þaðan af sterkara. Og þá er það ekki mikils virði. En hefði maður nú fengið sér fartölvu í ár hefði það vísast eitthvað talið. Svo ég geri það fyrir næsta ár - engin spurning. :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.