Leita í fréttum mbl.is

Vildu þagga niður í Stefáni

Það er forvitnileg yfirlýsing sem Stefán Ólafsson hjá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands lætur hafa eftir sér í viðtali við Stúdentablaðið sem er í Fréttablaðinu í dag. Orð rétt segir:

"Á árum Páls Skúlasonar í rektorsstól nálguðust nokkrir einstaklingar úr starfsliði Háskólans hann og óskuðu þess að hann léti Stefán hætta skrifum sínum um ójöfnuð í landinu. "Þetta gerðist í hita leiksins og það var ansi dapurlegt af mönnum sem hafa jafnvel sagst vera talsmenn akademísks frelsis og sjálfstæði [sic] háskólarannsókna," segir Stefán.  "En ég tel að það hafi verið mistök hjá viðkomandi aðilum að gera þetta. Ferð þeirra skilaði engum árangri, hvorki fyrir þá né aðra. Þetta tilheyrir fortíðinni og ég er ekkert að velta mér upp úr þessu. Það má alveg liggja í gleymskunni hverjir þessir menn voru."

Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem fræðimaður í Félagsvísindadeild Háskóla Íslands greinir frá tilraunum til að þagga niður í sér með einhverjum hætti, en Baldur Þórhalls greindi nýverið frá tölvupósti frá áhrifamanni í samfélaginu sem hafði í hótunum við hann vegna ummæla hans um Evrópusambandið. Baldur nafngreindi hann ekki heldur, en það mun hafa verið Kjartan Gunnarsson, þá framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, sem var höfundur þess tölvupósts.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Cactus hefur þaggað niður í fullt af fólki.

Cactus Buffsack (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband