15.2.2007 | 11:04
Ráð til að hætta óstöðvandi hlátri
Sá einhver fréttina um Baugsmálið í fréttatíma stöðvar tvö í gær?
Mínar heimildir herma að öll hæðin hafi verið grenjandi úr hlátri meðan á henni stóð, og reyndar líklega flestir áhorfendur líka.
Hafi sorglegur dauði Túrkmenbashi ekki dugað til hlýtur þetta að verða til þess að íslenskir fjölmiðlar flytji aldrei framar fréttir af því merka ríki Túrkmenistan. Þetta byrjaði sumsé þegar Logi Bergmann Eiðsson reyndi að bera nafn nýja forsetans (ég þori varla að skrifa það) fram eðlilega og óþvingað.
Síðar í fréttinni segir hann "maðurinn"; að því er virðist til að skjóta sér undan frekari framburði með alvarlegum afleiðingum. En það dugði ekki til lengdar.
En nóg um það: Hér eru nokkur góð ráð um það hvernig má stöðva óviðráðanleg hlátursköst á tímum þegar þau eiga ekki við, eins og til dæmis í beinni útsendingu. :)
1) Haltu niðri í þér andanum þegar þú ert við það að skella upp úr.
2) Klíptu þig eða bíttu fast í tunguna (ekki þó of fast) eða eitthvað í þeim dúr sem kallar á sársauka eða önnur viðbrögð frá líkamanum.
3) Hóstaðu til að fela hlátur eða bros. Séu hlátur eða brosvipra að sleppa í gegn er um að gera að bera höndina fyrir munninn til að fela "hóstann".
4) Tæmdu lungun alveg. Sé ekkert loft til staðar getur þú ekki haldið áfram að hlæja. Sannfróðir segja reyndar að þessi tækni virki best í kombói með hóstatækninni í lið 3.
(Viðbót: Vegna misskilnings vil ég árétta að ekki er hætta á að lungun falli saman við tæmingu af þessum sökum. Það er held ég helber lygi að lunga dómsmálaráðherra hafi fallið saman þegar hann var að bæla niður óstjórnlegan hlátur.)
5) Hugsaðu um eitthvað sorglegt og niðurdrepandi, en fréttirnar eru á hverjum degi fullar af sorglegum atburðum sem ættu að duga til að drepa niður hláturinn. Einnig má notast við niðurbældar minningar dugi það ekki til. Þetta getur reyndar kallað fram önnur ekki síður óþægileg tilfinningaviðbrögð, en eftir sem áður ætti þetta að ná að stöðva hinn óstöðvandi hlátur.
6) Séu aðstæður einkar óheppilegar, svosem á erfidrykkjum eða jarðarförum, geturðu með einbeitningu breytt hlátrinum í grát, en það er vel þekkt að sumt fólk sýnir viðbrögð sem minna um margt á hlátur áður en það brestur í grát (fyrrnefnd frétt á Stöð 2 var sem betur fer einungis um yfirheyrslur í Baugsmálinu fyrir hæstarétti).
7) Í mjög erfiðum aðstæðum má halda fyrir nefið með vísi- og þumalfingri og halda lófanum um leið fyrir munninn. Þar með geturðu hlegið innra með þér eins og þig lystir án þess að nærstaddir sjái hláturskastið. Að vísu kann að vera að þú skjálfir lítið eitt, og að lítilsháttar roði færist í kinnarnar, en það er hins vegar ekki ljóst að um ofsahlátur sé að ræða.
Nú vonum við bara að þessar örstuttu leiðbeiningar verði íslenskum sjónvarpsfréttamönnum að gagni þanngi að furðufréttir og aðrar lýðræðislegar kosningar frá Túrkmenistan geti haldið áfram að verða okkur Íslendingum til gleði og ánægju í fréttatímum og á öðrum tímum. :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er annars hægt að sjá allt heila klabbið á Youtube.
Svansson, 15.2.2007 kl. 17:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.