16.2.2007 | 18:53
Myndir af ráðstefnugestum
Það mun ekki vera góður siður að vísa á eitthvað sem er handan marka klámsins, eða þá á brúninni.
En í þessu tilviki hefur það tvímælalaust fréttagildi, þannig að ég læt hérna fljóta með link á myndir síðasta árs af Snowgathering ráðstefnunni sem á víst að halda hér á landi eftir fáein misseri.
Hver og einn getur þá síðan dæmt um það hvort landkynningin (ef nokkur) er af betri eða verri gerðinni.
Síðan er það aftur spurning hvort það þarf einhverjar lagalegar aðgerðir til að stoppa dæmið. Miðað við nafnið og myndirnar gæti það einfaldlega dugað að gera ráðstefnuhöldurum það ljóst að það verði enginn snjór hérna í maí.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:58 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
það stendur alltaf fyrir sínu og tryggir heimsóknir á bloggin að vísa á klám.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.2.2007 kl. 23:13
fleeh, vænissýkisfýlupúki. Næst fullyrðirðu líklega að ég ætli að sækja ráðstefnuna fyrir góð skúbbefni og ferð yfir allar færslur sem ég hef skrifað síðustu ár í leit að fleiri dæmum um að ég linki á klám til að fá heimsóknir, ekki satt.
Ég gæti nottla líka sagt það tryggði alltaf athygli fjölmiðlasjúka feminista að rjúka upp til handa og fóta yfir klámráðstefnu með fullyrðingum um lögbrot sem allir bærilega skynsamir einstaklingar eiga að geta séð að er enginn grundvöllur fyrir.
Annars forvitnilegt að velta því fyrir sér hvort þetta sé grófara klám en til dæmis það sem sést í hverju tölublaði af Bleiku og bláu.
Svansson, 18.2.2007 kl. 17:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.