Leita í fréttum mbl.is

Íhaldið og Fréttablaðið

Á blaðsíðu 21 í Fréttablaðinu í morgun blasir við auglýsing frá Sjálfstæðisflokknum með mynd af for- og varaformanni.

Þetta mun held ég vera í fyrsta skipti sem Sjálfstæðisflokkurinn sem slíkur kaupir auglýsingu í Fréttablaðinu, þó ég ætli ekki að sverja fyrir það, en það hefur lengi verið ákveðið antiklimax innan flokksins gegn því að viðskipti séu stunduð við lénsveldi Baugsfeðga. Þannig keypti flokkurinn og hverfafélög hans lengi vel aðeins auglýsingar hjá Morgunblaðinu, en hverfafélögin byrjuðu þó í einhverjum mæli að kaupa hjá Blaðinu líka þegar það var komið á rekspöl, þó það væri orðað við Sigga G. 

Króniku-Valdimar benti stuttu eftir prófkjör flokksins á hvar þátttakendur hefðu auglýst á lokadeginum og þar mátti ef til vill sjá móta fyrir þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband