10.4.2007 | 22:45
Anarkistarnir tíu í VG?
Gunnar Smári mun víst eitthvað hafa rætt um væntanlega nýliða VG í Silfrinu um daginn og taldi Geir og co. ekki átta sig á því að þeir yrðu etv. erfiðari en Ögmundur og Steingrímur. Egill endurtekur þetta í dag.
"Geir Haarde les stöðuna líklega svo að hægt sé að fara í ríkisstjórn með Steingrími og Ögmundi þrátt fyrir meinta róttæka vinstristefnu þeirra. Hann telur að þeir hafi góð tök á flokki sínum. Það þarf ekki að vera rétt. Ef marka má skoðanakannanir mæta Steingrímur og Ögmundur á þing eftir kosningar með tíu nýgræðinga. Þetta er fólk sem brennur í andanum, langar að bjarga heiminum, er vant alls kyns hugsjónastarfi úti í bæ og vill helst ekki þurfa að gera málamiðlanir."
Það væri, úr því farið er að margtyggja á þessu, ekki úr vegi að skoða hverjir þessir hugsanlegu grasrótarrebellar Egils, sem eiga að eyðileggja þetta stjórnarmynstur, eru. Líklegir kandidatar væru:
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir
Katrín Jakobsdóttir
Árni Þór Sigurðarson
Paul F. Nikolov
Álfheiður Ingadóttir
Auður Lilja Erlingsdóttir
Atli Gíslason
Ingibjörg Inga Guðmundsdóttir
Björn Valur Gíslason
Alma Lísa Jóhannsdóttir
Gestur Svavarsson
Ég fyrir mitt leyti get ekki séð á þessum nýliðalista að fótur sé fyrir vangaveltum Egils um þetta atriði, heldur þvert á móti ef eitthvað er.
Það má nú segja sittlítið af hverju um Vinstri græna og þeirra stefnumál, en það er nú þrátt fyrir það held ég ástæðulaust að ganga út frá því sem gefnu að óathuguðu máli að hver einasti maður sem þar rekur inn nefnið sé með öllu ósamstarfshæfur vitleysingur sé hann ekki búinn að verða sér út um reynslu af "alvöru pólitík", helst með áratuga þingsetu að baki. ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.