11.4.2007 | 13:50
Vinaflesti bloggarinn með 327 bloggvini!
Jú, það er Stebbifr. En fjöldi bloggvinanna hans er 327 (11. apríl 2007 kl. 13:25). Hann er því vinaflesti* bloggarinn.
Fast á hæla hans, eftir því sem ég kemst næst, er Sigmar Guðmundsson með 213 bloggvini, en það má vel vera að einhver geti leiðrétt það. Fljótlegasta leiðin til að telja bloggvini er að peista þá inn í Excel.
Ég held ég kvóti bara fyrirfram beint í StebbaPáls: "Megi moggabloggið kafna í faðmlögum bloggvina."
*Vinaflesti er mitt nýyrði þar sem vinsælastur á ekki við. Vinamargur er gott lýsingarorð en því miður bara til í frumstigi, þangað til nú. Gott miðstig, einhver?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vinmargur er gamalt og gott orð; vinamargur finnst mér lakara. Efsta stigið vinflesti þykir mér á sama hátt betra en vinaflesti - og vinfleiri er eðlilegt miðstig. Stebbi er vinfleiri en Sigmar, vinfleiri bloggari en Sigmar ...
Hlynur Þór Magnússon, 11.4.2007 kl. 13:55
Þú segir nokkuð. Vinmargur er rétt stafsetning, kannski eru báðar ok, en samt sú sem ég hefði viljað nota.
Svansson, 11.4.2007 kl. 15:04
Þú ert meðað á hreinu að Stebbanum er líka mjög annt um bloggvinina sína. Finnst rangt að gera upp á milli þeirra með því að hreyfa þá til í safninu, og metur þá alla jafnt. Sjá færsluna Bloggvinir. Þá segir hann meirihlutann hafa viljað að tengjast sér, en ekki á hinn veginn (hér).
Ef þér þykir vænt um aðra þykir öðrum vænt um þig ekki satt. Af hverju ert þú ekki á bloggvinalistanum hans?
Steini (IP-tala skráð) 11.4.2007 kl. 15:22
Ég viðurkenni góðfúslega að hafa ekki óskað eftir því að fyrra bragði að gerast bloggvinur Stefáns. Hann hefur ekki óskað eftir því að tengjast mér. Fjarvera mín á bloggvinalistanum hans rennir því sjálfsagt stoðum undir það steitment að meirihluti þeirra hafi óskað eftir vináttunni við hann.
Svansson, 11.4.2007 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.