Leita í fréttum mbl.is

Tekið upp í skuldir?

Er það ósennilegt að Blaðið hafi hreinlega verið tekið upp í prentskuld? Ég fyrir mitt leyti yrði ekki hissa á því. Sjálfsagt var það líka raunin þegar helmingurinn var "keyptur" á sínum tíma. 

Spurningin er hvort að dreifingin á Blaðinu lagist þá í kjölfarið? Reyndar væri ekki verra ef Blaðið yrði lagt niður, enda eru sölumennskan þarna terrorismi fyrir alla aðra sem eru að garfa í útgáfu fríblaða.

Ef til vill væri það gáfulegt módel fyrir Árvakur að gera Blaðið að litla-mogga. Einhverjar síður blaðanna yrðu samnýttar, og ef til vill reynt að búa þannig um að þeir sem keyptu auglýsingar fengju þær birtar í báðum blöðum. Blaðið yrði síðan fyrst og fremst borið út til þeirra sem ekki kaupa Moggann, en með miklu minna og ómerkilegra efni. Dreifikerfi í hvert hús á landinu er í það minnsta ekki svo vitlaus hugmynd.  


mbl.is Árvakur eignast allt hlutafé í Ári og degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband