17.4.2007 | 14:46
Skólinn í BNA ætti að skammast sín
Bloggarinn sem hefur viðbjóð á Amnesty hefur eftirfarandi um skólann að segja þar sem fjöldamorðin áttu sér stað:
"T.d. bannaði þessi tiltekni skóli nemendum sínum og kennurum að hafa á sér vopn til sjálfsvarnar, þrátt fyrir að lög ríkisins heimiluðu það. Brot varðar brottvísun úr skóla.
Það varð auðvitað til þess að engin gat varist morðingjanum, engin gat nýtt sér sinn grundvallarrétt til sjálfsvarnar.
Það segir sig sjálft að ef skólinn hefði ekki haft þessar reglur, sem voru að vísu ætlaðar voru til þess að fólk héldi sig öruggt, og menn nýtt sér sinn rétt, hefðu ekki nærri því jafnmargið fallið og aftökur algerlega ómögulegar."
Þá vitum við það: Við þurfum að gera vopnaburð tiltölulega almennan, til dæmis meðal nemenda í skólum, til að koma í veg fyrir morð og aftökur á almannafæri.
Kommentinu hans lýkur reyndar ekki þarna, heldur klykkir hann út með þessum gullmola:
"Ástæðan fyrir þessum fjöldamorðum er einfaldlega sú að fólk er algerlega berskjaldað og óvarið og því auðveld bráð fyrir glæpamenn í þessum hugleiðingum."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hann vill kannski fá leyfi til að bera á sér byssu svo hann geti plaffað á Amnesty liðið ef það er í skotfæri.
Lárus Viðar (IP-tala skráð) 17.4.2007 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.