18.4.2007 | 11:40
Byssur á Íslandi og í BNA
Ég sé að gamall kunningi, Friðbjörn Orri, tjáir sig um skotvopnaeign á Íslandi og í Bandaríkjunum í kjölfar fjöldamorðanna í Virginia Tech; já og lýsir sig reyndar líka andvígan því að lög um skotvopnaeign séu hert í kjölfar slíkra voðaverka.
En hvaða vopn notaði Cho Seung-hui? Það voru 9mm Glock 19 og Walther P22. Báðar eru hálfsjálfvirkar skammbyssur, Glockinn trúlega 15 skota og Waltherinn tíu skot. Hérlendis má hvorki eiga skammbyssur né hálfsjálfvirk vopn. Sjá Vopnalögin.
Þessar byssur keypti ódæðismaðurinn með löglegum hætti, hvora í sínu lagi, aðra 9. febrúar síðastliðinn og hina 13. mars, skv. grein Wikipedia.
Cho virðist af fjölmiðlum hafa verið félagslega heftur einfari, sem hefði ef til vill ekki geta orðið sér út um vopn með ólöglegum hætti. Hann bjó á heimavist og það hefði verið vandkvæðum bundið að smygla þangað stærra vopni en skammbyssu. Hann gat valsað vopnaður um skólasvæðið í tvær klukkustundir frá fyrstu morðunum þar til hann hófst handa í verkfræðiálmunni þar sem fjöldamorðin áttu sér stað.
Það er í rauninni algerlega fráleitt að halda því fram að bandarísk vopnalöggjöf hafi engu máli skipt. Hann hefði aldrei náð að myrða 32 einstaklinga hefði íslensk skotvopnalöggjöf gilt í Bandaríkjunum, enda gæti geðbilaður maður aldrei getað orðið sér út um jafn öflug sem og handhæg vopn með jafnlítilli fyrirhöfn hér á landi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.