27.4.2007 | 12:34
Mennirnir kringum Halldór
"Það er ótrúlegt hvað mennirnir sem röðuðu sér í kringum Halldór Ásgrímsson poppa upp aftur og aftur."
Ég hafði ekki hugsað út í þetta í tengslum við stjórnarformannsskiptin í Landsvirkjun. En þetta er ekki verri ábending en hver önnur. Fyrir mér er þetta mál ennþá hálfgerð ráðgáta: Hvað gekk forystu framsóknar eiginlega til?
Páll Magnússon virðist ekki í fljótu bragði afgerandi yfirburðamaður í starfið frekar en fráfarandinn.
Það virðist engin raunveruleg ástæða fyrir því að dömpa fráfarandanum á þessum tíma. (Skyldi Pétri líka þykja tólf ár ágæt fyrir Framsóknarflokkinn?) Það virðist ærið langsótt að kenna Jóhannesi einum um óvinsældir Landsvirkjunar.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að tengja Framsóknarflokkinn við Landsvirkjun, eins umdeild og hún er þessa dagana, korteri fyrir kosningar, sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að minna kjósendur á það hvernig helmingaskiptafyrirkomulagið fúnkerar - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að tengja Jón Sigurðsson, nýjan formann, við átök og illindi innan flokksins - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að ágreiningur og gömul sár innan flokksins yrðu borin á torg - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að pirra Samstarfsíhaldið - sem ég hef ekki mikla trú á því að kunni þeim miklar þakkir fyrir að fá helmingaskiptasamkomulagið í allar fréttir núna.
Svo ég er litlu nær. Kannski óttast þeir að komast ekki í ríkisstjórn og sá þetta sem síðasta tækifærið til að gefa Páli eitthvað sem hann þykir hafa átt inni. En þegar maður hugsar til þess að Hjálmar Árnason er að hætta, án þess að fá sendiherrastól, þrátt fyrir að hafa alla tíð stutt Halldór dyggilega virðist það heldur ekki ganga upp. Aldrei fékk Hjálmar þó ráðherrastól og ennfremur hefði verið mjög góð hugmynd uppá ímynd Framsóknarflokksins og Landsvirkjunar að setja hann þar - enda kunnur áhugamaður um umhverfisvæna vetnisorku.
Einhver þyrfti eiginlega að grafa upp hvað Jóhannes á að hafa unnið sér til óhelgi - því það hlýtur að vera málið. Greiddi hann kannski ekki sína Framsóknartíund í kosningasjóðinn?
Ekki það að mér sé ekki að mestu leyti sama. En það er óneitanlega gaman að því að mennirnir sem röðuðu sér í kringum Halldór sé enn eina ferðina að poppa upp í kringum ævintýralega mislukkað PR múv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.