Leita í fréttum mbl.is

Fæst slökkviliðið við mengunarvarnir?

Það er mjög merkilegt að slökkviliðið sé að óska eftir breytingum á lögum, af ástæðum sem geta varla talist falla beint undir hlutverk slökkviliðsins, altso upp á mengunarvarnir að gera. Ekki var hætta á útbreiðslu elds og mannvirki og gróður voru ekki í hættu, það virðist skýrt af fréttinni. 

Vill nú slökkviliðið láta breyta lögum um sinuelda, og bera fyrir sig mengunarástæðum. Ekki öryggisástæðum, heldur mengunarástæðum, svona eins og það sé hlutverk slökkviliðsins hindra mengun, frekar en að slökkva elda. Hér er umfjöllunin af heimasíðu slökkviliðsins.

Næst á kannski að skipta sér af bruna í bílvélum, sem óneitanlega skapar hvimleiða mengun líka þó hann sé í fæstum tilvikum hættulegur.

Menn geta haft ýmsar skoðanir á sinubrunum, en það virkar mjög ankannalegt að slökkviliðið sé að óska eftir lagabreytingum á þessum forsendum, korteri fyrir kosningar.  


mbl.is Sinueldar kveiktir með leyfi sýslumanns; kallað eftir lagabreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Þór Strand

Þó kannski sumum finnist það einkennilegt þá eiga slökkviliðin að sinna mengunarvörnum.

Einar Þór Strand, 30.4.2007 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband