Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn og klækjabrögðin

Egill Helgason veltir því fyrir sér hvort menn trúi því í alvöru að Grísinn beiti klækjabrögðum til að koma á vinstristjórn. Ég held það sé engin spurning að Ólafur Ragnar væri meira en til í það, en ég stórefast líka um að það eigi að vera mikið áhyggjuefni fyrir Íhaldið. 

Það eru mörg fordæmi fyrir því að forsetar hafi orðið mjög áhrifamiklir um það hvernig ríkisstjórn yrði mynduð, en þá var það jafnan við þær aðstæður að stjórnarmyndunarviðræður voru margra vikna, og jafnvel margra mánaða refskákir, þar sem saman fóru persónuleg úlfúð milli einstakra leiðtoga og gagnkvæm tortryggni, gerólík stefnumál og raunverulegur og djúpstæður hugmyndafræðilegur ágreiningur, sem og viðkvæmt innanhússástand í flokkunum. Þessar aðstæður munu ekki verða fyrir hendi eftir næstu kosningar í þeim mæli að það sambærilegt við ástandið á kaldastríðsárunum.

Altso, pólitíkusarnir gátu ekki ræðst við tæpitungulaust eins og þeir virðast geta gert í dag. Fyrir vikið varð forsetinn e.k. ríkissáttasemjari, sem gat séð stóru myndina betur og sett fram tillögur sem stjórnmálamennirnir sjálfur gátu ekki komið sér saman um án milligöngumanns. Og af því hann einn sá stóru myndina gat hann (mis)notað tækifærið til að vera með sitt eigið agenda, eins og til dæmis að tryggja að stuðningsmaður vestrænnar samvinnu á kaldastríðsárunum yrði utanríkisráðherra í vinstri stjórn.

Forsetinn hefur þetta vald ekki sjálfkrafa í krafti embættis síns, þó hann veiti einum flokki umboð til að fara fyrir viðræðum. Þetta er fyrst og fremst bundið við persónuleg samskipti hans við forystumenn í stjórnmálum, og háð því að þeir setji hann að eigin frumkvæði í þessa stöðu þegar þeir ná ekki saman án hans atbeina. Sem er mjög ólíklegt að gerist í þessum kosningum og hefur reyndar ekki verið raunin í íslenskum stjórnmálum í marga áratugi.

Þannig að Óli grís væri áreiðanlega vitlaus í að komast í þessa stöðu að geta beitt klækjabrögðum. Ég hef bara enga trú á því að hinir pólitíkusarnir telji sig þurfa á honum og þeim að halda.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband