1.5.2007 | 14:11
Teljarablogg: Ritstjórinn á Moggablogginu
Það er merkilegt að skoða teljarann á Morgunblaðsefninu. Þar birtast Reykjavíkurbréf, leiðarar og staksteinarnir alræmdu.
Það er ekki hægt að segja að þarna sé á ferðinni mikil lesning. Þegar þetta er skrifað hafa um 50 heimsótt síðuna í dag. Í ljósi þess hve mikið er látið með til dæmis Reykjavíkurbréfin í Morgunblaðinu hlýtur þetta að vera umhugsunarefni fyrir ritstjórn blaðsins - þjóðin virðist ekki bíða æsispennt eftir því að kynnast veröld Reykjavíkurbréfanna á hverjum sunnudegi. Staksteinarnir virðast heldur ekki keppa við skúbbspunabloggin og nafnleysingjablogg eins og Mengella.blogspot.com og cactusbuffsack.blog.is virðast fá töluvert meiri lesningu en staksteinarnir. Og Hannes Hólmsteinn virðist hafa drjúgum stærri lesendahóp.
Það fer líka fremur lítið fyrir kommentum þarna. Kannski væri tilvalið fyrir Styrmi að læra að tengja blogg við fréttir, eða biðja þá starfsmenn sem um það sjá að bæta Morgunblaðinu á listann yfir valin blogg (þó reyndar sé þetta efni ekki skrifað undir nafni).
Og svo gæti líka verið tilvalið fyrir hann að gera gangskör að því að stækka bloggvinahópinn sinn. Væri til dæmis ekki tilvalið að adda Jónínu Ben. ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:13 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.