2.5.2007 | 12:34
Baráttudagur Tópasvarnarráðs
Líklega er ég í þeim hópi landsmanna, Guð má vita hvað hann er stór, sem sér lítið heilagt við verkalýðsgöngurnar 1. maí. Enda stemmning töluvert langt frá þeirri sem Laxness lýsir í sömu andránni og Ólafur Kárason fer með kvæðið maístjörnuna.Rétti upp hönd sem hefur rekist á verkamann sem reiddist yfir uppátækinu!
Sú var tíðin að þetta var dagur þeirra sem bjuggu við raunverulega fátækt og niðurlægingu. Í dag ber meira á aktivistum ýmiskonar, og sumum reyndar ærið misgáfulegum. Er verkalýðsgangan ekki orðin óttaleg afskræming og komin langt frá uppruna sínum? Við búum á tímum þar sem ekki þykir lengur athugavert að menn hæðist að forsetanum í Spaugstofunni, og flest má nota í markaðsskyni.
En sjálfsagt var það ekki athugað af Fítonsmönnum að gangan er orðið síðasta athvarf róttækra hugsjónamanna sem eiga það flestir sameiginlegt að hafa illan bifur á markaðsöflum hvers konar, og ekki síst auglýsingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll,
"Rétti upp hönd sem hefur rekist á verkamann sem reiddist yfir uppátækinu!"
Þú getur kannski talið upp þann fjölda af verkamönnum sem þú hefur átt nægilega langt samtal við til þess að spyrja út í þetta atriði :)
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 14:35
Ég hef rætt við fáeina, og mín tilfinning er sú þeir hafi tekið áskorun Tóta.
Svansson, 2.5.2007 kl. 15:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.