2.5.2007 | 14:17
Nútíminn og fortíðin í Tyrklandi
Erdogan Tyrklandsforsætisráðherra hefur mikið verið í fréttum undanfarið út af hasarnum í kringum forsetakjörið þar í landi. Í honum kristallast undirliggjandi ólga milli veraldlegra og trúarlegra stjórnmála. En nóg um það.
Ég held það hafi ekkert komið fram í fréttum hér á landi þegar það leið yfir hann á opinberum vettvangi í október síðastliðnum. Ástæðan var talin vera sykurfall og læknar töldu hann aðeins þurfa nokkurra daga hvíld. Þetta bar upp á Ramadan og sjálfsagt hafði hann fastað eins og fleiri.
Ferðin á sjúkrahúsið var síðan töluverð uppákoma. Bílstjóranum varð það á að fara út úr bílnum með lyklana í skránni þegar hann var kominn á sjúkrahúsið, og öryggiskerfið læsti öllum dyrum. Forsætisráðherrann, sem enn var meðvitundarlaus, var því fastur inni í brynvörðum bílnum. Sem betur fer voru byggingarframkvæmdir nærri og fannst þar verklegur slaghamar sem var notaður til að brjóta skotheldar bílrúðurnar. Sem tók víst nærri tíu mínútur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.