3.5.2007 | 15:34
Fréttaskýring - tilurð Baugsmálsin
Vissulega eru mennirnir sekir. En mér finnst enn tilurð málsins vera alvarlegra umhugsunarefni en fjámálamisferli sem vissulega hefur átt sér stað.
Mér finnst það of einföld skýring að Davíð hafi fyrirskipað þetta - eða einhver honum við hlið.
Efsta lagið í gamla kolkrabbasamfélaginu var, sjáiði til, svona eins og lítið byggðalag úti á landi. Á stað þar sem allir þekkja alla, og allir hugsa, þannig séð, eins í meginatriðum um ákveðna hluti.
Svo þegar kvótinn einn góðan veðurdag er farinn, þá er það ekki bara fiskverkafólkið og sjómennirnir og sveitastjórnarmennirnir sem líður ekki vel með það og uggir um framtíð byggðalagsins. Því þetta er lítið og samheldið byggðalag sem má ekki við þessu.
Þannig að lækninum líður líka illa með, skólastjóranum líður líka illa með það, prestinum líður líka illa með það - og lögreglustjóranum líður líka illa með það. Og það er ekki aðalatriðið í því sambandi hvort hann er sonur ritstjórans.
Í öðrum fréttum er það helst að fimm sóttu um stöðu ríkissaksóknara, þeirra á meðal Jón H.B. Snorrason.
Jón Ásgeir og Tryggvi dæmdir í skilorðsbundið fangelsi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.