Leita í fréttum mbl.is

Krónikan óseld?

Þetta er býsna forvitnilegt blogg hjá Davíði Loga, sem segir að kaupin á Krónikunni hafi að einhverju og jafnvel öllu leyti gengið til baka úr því starfsmennirnir fylgdu hjónakornunum ekki yfir á DV.

Hvað gerðist eiginlega nákvæmlega þarna. Væri ekki tilvalið að tímarit eins og Mannlíf eða einhver annar fjölmiðill í eigu Baugs færi svolítið í saumana á þessum viðskiptum.

Annars held ég það hafi aldrei verið neinar upphæðir í þessum kaupum, enda Krónikan ekki orðin mikilsvirði, þó hún hefði reyndar getað orðið það með lengri tíma og fleiri áskriftum. Áskriftarblöð þarf trúlega alltaf að reka með tapi í drjúgan tíma frá stofnun þeirra meðan áskrifendahópurinn byggist upp.

Sennilega hefur eitthvað verið greitt af láninu - en einhverra hluta vegna var ekki stofnað hlutafélag um útgáfu Krónikunnar, heldur stofnendunum veitt lán til að standa straum af útgáfunni. Ég átta mig ekki alveg á því hvaða kosti það á að hafa haft fyrir blaðið, en sjálfsagt er þetta þá minni áhætta fyrir þá Björgólfsfeðga.  

Síðan var þetta sjálfsagt að verulegu leyti einfaldlega samkomulag um það að dauði Krónikunnar hefði virðulegan blæ og andliti útgefandanna yrði bjargað - þ.e. að dauði Krónikunnar yrði ekki kynntur sem dauði Krónikunnar.

Mér hafði hins vegar aldrei dottið í hug að "kaupin" væru samkomulag um að Krónikufólkið ætti að fara yfir til DV. Minnir svolítið á veröld atvinnumanna í íþróttum, ekki satt. 

Síðustu tvö tölublöð Krónikunnar eru reyndar enn fáanleg í helstu matvöruverslunum sýnist mér.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband