7.5.2007 | 10:04
Íhaldsbubbles
Af hverju er Íhaldið að búa til Bubbles fyrir kosningarnar fyrir aðra til að spila? Það er til fullt af sniðugum tölvuleikjum, og það er í mesta lagi 1% þeirra sem er jafnheilaskemmandi og Bubbles.
Af öllum vinsælustu leikjunum á leikjaneti er enginn sem gerir jafnlitlar kröfur til spilarans. Þó hann sé mikið spilaður er það áreiðanlega af stöðnuðustu og ókreatívustu netnotendum sem fyrirfinnast þarna úti, sem hafa ekkert betra að gera og hafa ekki einu sinni döngun í sér til að finna almennilegan tölvuleik.
Eða bara annan tölvuleik.
Þess utan er þetta leikur fyrir Framsóknarflokkinn: Þú þarft ekki að geta neitt eða kunna neitt, eftir 1-2 skipti geturðu spilað hann endalaust og þú tapar aldrei.
Væru blöðrur ekki meira viðeigandi fyrir kosningar? Í það minnsta er alltaf nóg til af þeim.
Viðbót: Í kjölfarið á þessum pælingum var mér bent á leikinn Blob Wars. Og það er alveg hárrétt að hann á vel við í kosningum, enda um eins konar atkvæða- eða hausaveiðar að ræða, samkvæmt öllum kúnstarinnar reglum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:27 | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.