8.5.2007 | 13:16
Forvitnilegar yfirlýsingar Jóns HB
Þær hafa ekki rúllað í öðrum fjölmiðlum í dag þær forvitnilegu upplýsingar sem Jón HB Snorrason lét frá sér í viðtali við Sigríði Hagalín Björnsdóttir á RÚV í kvöldfréttatímanum í gær, en þar var rætt um Roma sígaunana sem "þáðu vinsamlegt boð yfirvalda" um að fara úr landi.
"SHB: Jón segir að svo virðist sem að glæpaklíkur flytji fólkið inn frá Rúmeníu.
JHBS: Við höfum upplýsingar um það frá Noregi og Danmörku, að eftir því sem þeir hafa sannreynt í fjölda tilvika að þá virðist svo vera.
SHB: Því sé jafnvel flogið hingað inn og það fái ekki að fara aftur fyrr en það sé búið að vinna sér inn ákveðna upphæð?
JHBS: Já!"
"Svo virðist", eða með öðrum orðum engar sannanir. Og fyrir þá hvaða glæp? Það er töluvert fyrirtæki að flytja hóp fólks til landsins, og meira en aðeins fargjöldin sem þarf að greiða. Betl hefur sjaldnast þótt arðbær atvinnustarfsemi og ég á erfitt með að ímynda mér viðskiptatækifærin sem glæpahóparnir sjá þá í henni.
Í þessu samhengi verður manni hugsað til þeirra lífseigu ímyndar sem af flökkusígaunum fer víða um lönd, að þeir séu allra kvikinda þjófóttastir, nema kannski að hobbitum undanskildum. Meint vinna sem Jón þykist þá vita af hlýtur að vera fólgin í því, eða einhverri annarri ólöglegri glæpastarfsemi.
Getur það verið að íslensk yfirvöld hafi ákveðið að fjarlægja þá úr landi áður en þeir færu að stela, eins og búast mætti við af "þessu fólki"? Eða í það minnsta haft það í huga. Það væri held ég aldeilis stórfrétt, á sama tíma og Jón Magnússon dreymir um að gera innflytjendamál að kosningamáli. Í öllu falli er þessi yfirlýsing Jóns í meira lagi kryptísk og hefur ekki verið endurtekin við aðra fjölmiðla.
Hópur Rúmena í haldi lögreglunnar á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta á eftir að hljóma eins og paranoja og alger vitleysa en...
Betlarar og sígaunar á vegum glæpasamtaka gætu hreinlega verið að skoða hvernig opnunartímar eru, sem og mannaferðir, sem og öryggisgæslu, sem og vænlega staði til ránsferða.
Síðan kæmu glæpamennirnir sjálfir til landsins og létu greipar sópa hvar sem vænlegast þykir hverju sinni. Gerðu nokkurskonar rassíu og flyttu fenginn úr landi eins fljótt og frekast er kostur.
...Hver veit???
B Ewing, 8.5.2007 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.