Leita í fréttum mbl.is

Atkvæðið ákveðið

Það lætur nærri að komandi kosningar á morgun hafi hvílt á mér. Ég hef átt mjög erfitt með að ákveða hvað ég ætla að kjósa. 

Það er þó ekki stefnumálanna vegna, heldur er þetta leitin að manni sjálfum. Hver er ég? Hvað finnst mér skipta máli? Þetta eru fyrstu Alþingiskosningarnar síðan ég hætti í Sjálfstæðisflokknum, sem ég hef reyndar aldrei kallað annað en Íhaldið síðan.

Ef það er eitthvað eitt sem ég myndi vilja gera með mínu atkvæði er það að stoppa stóriðjustefnuna. Mér finnst þetta algert rugl. Sjálfstæðisflokkurinn ber ábyrgð á henni til jafns við Framsókn, og styður hana. Og það mátti ráða af viðtali við formanninn að hann lyti öðrum þræði á hana sem gott hagstjórnartæki til að jafna út sveiflur. 

Ísland í dag geldur ekki á nokkurn hátt fyrir ömurlega hagstjórn áranna 1930-1960. Það geldur ekki fyrir nokkrar veikar vinstri stjórnir sem misstu stjórn á efnahagsmálum og söfnuðu skuldum.

Ísland dagsins í dag geldur hins vegar enn fyrir gegndarlausa offjárfestingu, sem stjórnvöld stuðluðu að með beinum hætti í sjávarútvegi og landbúnaði, sem oft á tíðum gekk beinlínis út á að skapa störf frekar en verðmæti. Það var verið að móta líf fólks, og byggja upp atvinnuhætti sem móta samfélagið enn í dag, mörgum áratugum síðar.  Byggðavandamál dagsins í dag, má að verulega leyti rekja til pólitískra offjárfestinga, sem um margt eru sambærilegar við stóriðjuruglið - sem nú þykir henta til að draga úr fyrirsjáanlegri niðursveiflu í hagkerfinu.

En það er svosem fleira sem vefst fyrir mér. En ég veit ekki hvernig ég á að orða það í stuttu máli frá eigin brjósti.  

Svo ég ætla að láta duga að vitna í fleyg ummæli sem Ólafur Thors lét falla í kosningabaráttu fyrir nokkru síðan, um að Framsóknarflokkurinn yrði að þvo af sér þann smánarblett að hafa gert Hriflu-Jónas að dómsmálaráðherra þjóðarinnar í ein fimm ár. Og voru tilefnin ærin. 

Þannig að ég mun ekki kjósa Íhaldið á morgun, og ekki Jón H.B. Snorrason heldur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Guðmundsson

Mæli með að þú kjósir fasistaflokkinn hans Gauja eða gróðursetjum fleirri tré undir forystu Ómars.  Báðir hressir flokkar.

Hrólfur Guðmundsson, 11.5.2007 kl. 15:48

2 identicon

Skila auðu.

Betra en að henda því frá sér í eitthvað rugl.

Guðmundur Steinbach (IP-tala skráð) 12.5.2007 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband