Leita í fréttum mbl.is

Sigur hjá Íhaldinu

Miðað við síðustu alþingiskosningar er svarið klárlega já. En það voru ekki beint góðar kosningar.

Ef að meðaltal frá árinu 1959 er tekið, þá er það 37,0 prósent. En þegar afhroðið árið 1987, þegar flokkurinn klofnaði og Borgaraflokkurinn bauð fram, er meðaltal Sjálfstæðisflokksins 37,8 prósent. Það væri eðlilegra að miða við þá tölu.

En meðaltalið eitt og sér er ekki samanburðarhæfasta talan í sögulegu samhengi. Best væri að skoða fylgi flokksins við sambærilegar aðstæður: Þ.e.a.s að Sjálfstæðisflokkurinn sé í stjórn og efnahagsástandið í landinu mjög gott: Lítið atvinnuleysi, góður kaupmáttur, hagvöxtur etc. 

Því miður er ekki hægt að glöggva sig á því á vef hagstofunnar. En ég hugsa að þá ætti helst að miða við árin 1963 (41,4%) og 1999 (40,7%). 

Einnig mætti, þó maður sé þá líklega kominn út á hálari braut, reyna að skilgreina kosningaár þar sem leiða mætti líkur að því að aðstæður væru Sjálfstæðisflokknum hagfelldar. Þá mætti með góðri samvisku bæta við þessum kosningaárum:

1974 (42,7%): Umdeild vinstristjórn búin að sitja sem misst hafði tökin á efnahagsmálum, og reyndar fleiri málum.

1983 (38,7%): Mikil efnahagsóstjórn hafði verið hjá veikri ríkisstjórn sem Gunnar Thoroddsen fór fyrir, verðbólga hafði náð þriggja stafa tölu um stundarsakir.

1991 (38,6%): Vinstri stjórn Steingríms, Jóns Baldvins og Ólafs Ragnars búin að vera við völd. Trúlega skásta ríkisstjórnin, en þó umdeild og líka á margan hátt veikburða. Ný forysta tekin við hjá Sjálfstæðisflokknum.

Nú reyndar man ég ekkert um hvernig pólitíska landslagið lá eftir þriðja viðreisnarkjörtímabilið, árið 1971, en þá fékk flokkurinn 36,2%.

En miðað við fylgi frá fyrri tíð sýnist mér að Sjálfstæðisflokkurinn hefði átt að geta náð betri kosningu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband