16.5.2007 | 21:55
Um pólitískt umboð Bóbó
Það er gaman að velta því fyrir sér vegna þessara útstrikana hvert raunverulegt lýðræðislegt umboð Björns Bjarnasonar sem þingmanns sé fyrir næsta kjörtímabil.
Hann var kjörinn í þetta sæti með 4.506 atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í október síðastliðnum, þe. uppsöfnuð atkvæði hans í 1.-3. sæti fyrir Reykjavíkurkjördæmið allt.
Þeir sem strikuðu yfir hann voru 2.514, en það var úr öðru Reykjavíkurkjördæminu en ekki báðum. Enn fremur greiddi nokkuð há prósenta atkvæði utan kjörstaðar, og hafði ekki kost á því að strika yfir frambjóðendur eða breyta röð þeirra.
Ef að nú Reykjavík væri eitt kjördæmi, og yfirstrikanir hefðu líka verið mögulegar utan kjörfundar, eru því sýnist mér þó nokkrar líkur á því að þeir sem strikuðu hann út hefðu verið nokkuð fleiri en þeir hverra umboði í hann sat í þessu sæti.
Sem hlýtur að vera umhugsunarefni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 567
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.