21.5.2007 | 23:00
Fluttur? Ójá
Þegar hillukisurnar (sem nálgast 7. tuginn) eru komnar í gluggakistuna þá er maður formlega fluttur yfir, að maður tali nú ekki um þegar maður er kominn með eins og eina uppþvottavél.
Innflutningspartí? Kannski. Veit ekki. Trúlega samt.
Það eina sem ég man eftir að mig vanti í innflutningsgjöf myndi þá vera eins og eitt stykki gasgrill. Þau fást víst tiltölulega ódýrt þessa dagana.
Og nei, ég ætla ekki að útskýra fyrir ykkur hvernig mér tókst að læsa mig inni á klósetti í flutningunum og þurfti að bíða í 45 mínútur eftir björgun.
Hins vegar viðurkenni ég fúslega að hafa verið fljótur að skafa alla málninguna annarri hlið gluggans í svaladyrunum; þessum þar sem ég sá málningarteipið í gegnum glerið og fattaði ekki að það var hinumegin.
Fyrr en ég var hálfnaður.
Annars er maður víst aldrei alveg búinn með þessa flutninga. Allir litlu hlutirnir virðast vera í einu allsherjarsamsæri um að draga þetta sem mest á langinn - en nú fer þessu að ljúka. Vona ég. :)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Bíð spennt eftir sögunni með þig óg klósettið. Verst að ég finn ekki svona heppilegan broskall við þessa færslulæt þennan duga
kv mammsa
mammsa (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.