25.5.2007 | 21:26
Furðulegur Mannlífsmoli
Þetta er allnokkuð furðulegur moli hjá Mannlífi um hið Prentsvarta siðleysi Íslandsprents. Við skulum láta það liggja milli hluta hve augljósalega sögunni allri svipar um margt til Lifandi Vísinda.
Fyrir það fyrsta virðist höfundur molans telja Upplagstölur Sögunnar allrar vera viðskiptaleyndarmál.
Í öðru lagi virðist hann telja fjölda áskrifenda vera viðskiptaleyndarmál - en hafi svo verið finnst mér vandséð að tímaritinu hafi borið nauðsyn til að deila því leyndarmáli með prentsmiðjunni. Kannski þeir ætli næst að halda því fram að útgáfudagarnir séu viðskiptaleyndarmál?
Annars má geta þess að 365 reyndi á sínum tíma að gefa út ReykjavíkMag sem var copycat af Reykjavík Grapevine, sem þá var prentað hjá Ísafoldarprentsmiðju, sem 365 átti helmingshlut í. Og hver á bæði Birting og 365?
Annars hef ég aflað tilboða hjá Íslandsprenti og það er ekki mín tilfinning að þeir hafi mikinn hagnað af verkefnum sem þeir taka að sér í tímaritaprentun, heldur vilji fá sem flest verkefni og mesta veltu. Og þar liggur sjálfsagt ástæðan fyrir því að Birtingur prentar þar en ekki hjá Ísafoldarprentsmiðju. Þannig að það verður ekki mikið tap hjá prentsmiðjunni að missa Ísafold og söguna Alla. En hafi Sagan öll minnkað tekjurnar af Lifandi vísindum gegnir öðru máli ...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.