16.6.2007 | 15:15
Dúxaði HÍ?
Á Heimur.is birtast oft þrusugóðir pistlar. Þessi er til dæmis gagnrýni á úttekt Ríkisendurskoðunar á Háskólunum, e. Jón G. Hauksson.
Þegar Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, útskrifar nemendur skólans í troðfullri Laugardalshöll á laugardag þá verður hún að horfast í augu við það að viðhorf þessara nemenda, helstu viðskiptavina skólans, er neikvætt í garð skólans. Þetta kemur fram í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar á starfsemi fjögurra stærstu háskóla landsins. Það sem meira er; Háskóli Íslands lendir í fjórða og neðsta sæti hvað varðar viðhorf nemenda til skólans. Samt er því slegið upp að Háskóli Íslands hafi dúxað ...
Síðar segir einnig:
Og hvernig í ósköpunum getur Ríkisendurskoðun fengið það út að það sé tákn um gæði náms að kostnaður skólans sé lægstur á hvern nemanda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Aftarlega í greininni segir Jón þetta:
"En mér þykir alls ekki ástæða til að fagna þessari skýrslu vegna þess að hún er óvísindaleg."
Rétt á eftir segir hann í lok greinarinnar:
"Ef Háskóli Íslands hefði lent í fyrsta sæti hvað varðar viðhorf nemenda til skólans, þá væri ástæða til að fagna í troðfullri Laugardalshöllinni við útskrift nemenda þar. Fyrr ekki!"
Til þess að súmmera þessa grein upp þá er þetta niðurstaða greinarinnar:
Jón er:
A) ekki ánægður með úttektina þar sem hann telur hana ekki nógu vísindalega
B) eini faktorinn sem hann telur skipta máli í úttektinni er afstaða stúdenta til skólans sem þeir stunda.
Hann gagnrýnir sumsé úttektina út frá því að hún er ekki nógu vísindaleg, en telur einungis þann lið sem er fullkomlega huglægur (Stúdentar eru spurðir "Hvað finnst þér um X") skipta máli.
Það er einingis á einum stað í úttektinni þar sem þessi huglægi mælikvarði er á einhvern hátt mældur með hlutlægum hætti. Það er í tilfelli viðskiptadeildanna.
Þegar að stúdentar við skólanna eru spurðir hvernig þeim finnst námið nýtast þeim, mælist HÍ lægstur en t.d. HR í Orwellískum hæðum í hamingju. Þegar þessi liður er athugaður með því að kanna hver meðallaun viðskiptafræðinga úr HÍ eru gagnvart hinum, kemur í ljós að meðallaun viðskiptafræðinga eru hæst, HR er þar ekki mjög langt á eftir en aðrir eru verulega lægri.
Þannig að þar sem þessi huglægi mælikvarði er metinn á hlutlægan hátt, ATH: eini staðurinn sem það er gert, kemur í ljós að eigið mat stúdenta einkaskólanna er fullkomlega rangt. Hinir óánægðu stúdentar Háskóla Íslands standa sig það mikið betur í starfi að þeir eru með hærri laun.
En það er gaman að sjá að greinarhöfundur telur að meira eigi að taka mark á "mér finnst" fullyrðingum, en einhverju sem hægt er að mæla á meta á nokkurn veginn hlutlægan hátt.
Kveðjur :)
Þórir Hrafn Gunnarsson, 16.6.2007 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.