17.6.2007 | 17:55
Pínlegt fyrir Fréttablađiđ?
Á forsíđu Fréttablađsins í dag er frétt af Pókermóti, öll í ţátíđ, ţar sem segir ađ 150 manns hafi spilađ póker á fyrsta opinbera pókermótinu hér á landi. Lögreglan hafi ekki stöđvađ ţađ. Haft er eftir ađstandanda mótsins ađ ţađ hafi gengiđ mjög vel. Ađ lögreglan hafi rćtt sig um mótiđ. Sjá má fréttina hér.
Núna, rétt fyrir sex, get ég ekki séđ ađ leiđrétting hafi birst á Vísisvefnum, en mótiđ var ţvert á ţađ sem segir í fréttinni leyst upp og stöđvađ. Allt keppnisfé, sem losađi um 600.000 krónur, ásamt borđum og spilapeningum og öđrum varningi var gert upptćkt. Ađstandandi mótsins, Sindri Lúđvíksson býr sig undir ađ verđa sóttur til saka. Ţetta kemur allt saman fram hér.
Mótiđ mun hafa veriđ stöđvađ fyrir klukkan átta, en lögreglan var mćtt í húsiđ 19:40. Forsíđufrétt blađsins er ţví röng, og blađinu töluverđur álitshnekkir. Ţađ hefđi vel veriđ hćgt ađ skrifa ţessa frétt án ţess ađ hún byđi ţessari hćttu heim.
Ég get reyndar ekki séđ ađ ađrir fjölmiđlar hafi fjallađ um ţessa lokun, líklega eru ţeir svona uppteknir ađ fylgjast međ öllum ţessum rćđum í góđa veđrinu. Sem er miđur ţví ţarna virđist mjög forvitnilegt mál í uppsiglingu, enda höfđu ađstandendur mótsins engan beinan fjárhagslegan hagnađ af ţví ađ halda ţađ. Ég myndi vilja sjá fjölmiđla fjalla um lögmćti mótsins, og á hvađa grundvelli lögreglan fór ţarna inn. Ţađ er í ţađ minnsta ekki fyrirfram augljóst ađ mótiđ sé ólöglegt.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri fćrslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annađ
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.