20.12.2006 | 16:27
Feitt skúbb - Kompás viðurkennir að dópa upp viðmælendur
"Það er ekki rétt að við höfum gefið þeim Conta," segir Jóhannes Kr. Kristjánsson ritstjóri Kompáss. "Enda hefðu varla fengist trúverðug og nothæf viðtöl út úr því. Þess í stað gáfum við umræddum viðmælendum Penta, enda virtist það mun líklegra til árangurs."
Penta er stytting á Sodium Pentatol, sem víða hefur verið notað sem sannleikslyf, en Conta er slanguryrðið sem langt leiddir fíklar nota yfir Contalgin. "Líklega hefur þessum ágætu viðmælendum okkar einfaldlega misheyrst og þeir haldið því fram í góðri trú að um Conta væri að ræða. Þeir eru því eftir sem áður fullkomlega trúverðugir sem nafnlausir heimildarmenn."
Jóhann viðurkennir að þetta kunni að vera gagnrýnivert og bætir því við að starfsmenn Kompáss hafi gert ákveðin mistök. "Við gerðum okkur ekki grein fyrir aukaverkununum og sáum því ekki fyrir að þeir myndu fara beint á Sogn og greina læknunum frá þessum viðskiptum."
Af öðrum feitum skúbbum í dag er það helst í fréttum að Sigmundur Ernir Rúnarsson lýsti því yfir í morgun að það væri algengt að fjölmiðlar hér á landi greiddu mönnum fyrir viðtöl. Ekki hefur enn fengist upplýst hvort hann var undir áhrifum Penta þegar hann lét þau ummæli falla.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á hvaða vettvangi á þessi 'játning' að hafa farið fram? Þú gleymir að minnast á það.
Þarfagreinir (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 21:11
ég varð bara að segja mína skoðun, þar með sagt þýðir það ekki að öllum finnist það... bara svona til að segja ykkur áður en þið byrjið að gagrína mig... en mér fynnst þetta bara mesta snilld í íslensku sjónvarpi að þora að sýna fram á hversu auðvelt þetta er að ná sér í dóp. fyrir þá sem hafa eitthvað á móti svona þáttum ættu bara ekki að vera að horfa á þessa þætti.... svo það að íslendingar eru svolítið týpískir með þetta... að eyðinleggja góða frétt með að draga fram smáatriðin, þeir "gáfu" þeim ekki... þeir sýndu bara fram á að hversu létt það er að ná í efnin...
bjarni (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 21:20
ég verð bara að segja mína skoðun, þar með sagt þýðir það ekki að öllum finnist það... bara svona til að segja ykkur áður en þið byrjið að gagrína mig... en mér fynnst þetta bara mesta snilld í íslensku sjónvarpi að þora að sýna fram á hversu auðvelt þetta er að ná sér í dóp. fyrir þá sem hafa eitthvað á móti svona þáttum ættu bara ekki að vera að horfa á þessa þætti.... svo það að íslendingar eru svolítið týpískir með þetta... að eyðinleggja góða frétt með að draga fram smáatriðin, þeir "gáfu" þeim ekki... þeir sýndu bara fram á að hversu létt það er að ná í efnin...
bjarni (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 21:21
Allveg er ég viss að Kómpás mun tapa þessu máli gegn Byrginu Trúi þessu alls ekki uppá Guðmund eins og þessi myndaboð í símanum svona lagað er ekkert mál að mixa.
MIke (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 21:32
Þangað til þú kemur með heimildir fyrir þessari tilvitnun er hún algjörlega merkingarlaus og gæti þess vegna komið úr þínum eigin hugarheimi...Sönnun takk!
Andri (IP-tala skráð) 20.12.2006 kl. 22:45
því miður þá er þetta allt satt um Byrgið
Secret Man (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 00:14
þarfagreinir.. ertu ekki að blanda saman tveimur málum ?
en alla vega myndi ég líka vilja vita hvaðan þessar tilvitnanir koma áður en ég trúi þeim...
Katrín (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 00:35
Kompás er náttúrulega bara snilld að vera að ganga í þessi mál en þeir sem hafa hagsmuna að gæta varðandi það sem þeir eru að ljúka hulunni af er náttúrulega illa við þáttinn og reyna að koma höggi á hann. Þá er eins gott fyrir Kompás menn að hafa hreinan skjöl, og í þessu tilviki hafa þeir það þangað til þú nefnir hvar þetta var sagt.
asdf (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 00:38
http://123.is/druz
druz (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 03:12
Öh, þetta efni er gefið með sprautu... bágt með að trúa því að þú sannfærir hvern sem er um taka við einhverju slíku fyrir viðtal.
Þaðan af síður Guðmund í Byrginu, sem var spurður úti á götu.
Meme frá Sauðalæk (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 08:50
Meme! Hvort sem það sem hér stendur er satt eða logið, þá var enginn að tala um að hafa gefið Guðmundi þessi lyf. Jóhannes var að tala um heimildarmenn sína.
TómasHa, 21.12.2006 kl. 09:26
Ég nenni ekki að eltast við að svara liði sem fattar ekki djókinn. Takk samt.
Svansson, 21.12.2006 kl. 10:03
Djókur? Flokkast þetta ekki undir rógburð, því ekki náði þetta háði.
no@mi.is (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 11:26
Þeir eru bara lélegir þessir í kopás ömurlegir a' gera svona
hfh (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 11:28
Þetta er algjer lygi allt sem þú skrifaðir þarna ofar á síðunni.....
þetta kemur bara úr þínum eigin höndum og ég ætla að kæra þetta
Sex í reykjavík (2. Þáttur).mpg (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 13:34
Þetta er algjer lygi allt sem þú skrifaðir þarna ofar á síðunni.....
þetta kemur bara úr þínum eigin höndum og ég ætla að kæra þetta
Sex í reykjavík (2. Þáttur).mpg (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 13:34
Djöfuls asnaskapur að grínast með þetta hérna. Það er fullt af fólki sem heldur núna að þetta sé sannleikur. Sjáðu sóma þinn í því að merkja þetta greinilega sem djók eða eyða þessu út.
... (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 15:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.