Leita í fréttum mbl.is

Flugumferðastjórapakkið

... er held ég alveg með meira en nóg í laun og ætti að geta gengið að samningum eins og allir aðrir verðandi starfsmenn flugstoða. Það er út í hött að einn hópur geti trekk í trekk sett allt heila klabbið í gíslingu vegna utanaðkomandi kringumstæðna.

mbl.is Tillaga að samkomulagi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki nærtækari skýring sú að flugumferðastjórarnir séu í betri samningsstöðu en hinir verðandi starfsmenn Flugstoða, frekar en að þeir séu þeir einu sem amist við því að missa starfs- og lífeyrisréttindi?

Húsverðirnir eða stelpurnar á símanum eru því miður í þeirri stöðu að ef þau skrifa ekki undir þá ræður nýja fyrirtækið bara einhvern annan í staðinn.

SHIFT-3 (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 11:15

2 Smámynd: Svansson

Það er eitthvað í þá veruna sem ég á við með utanaðkomandi kringumstæðum. :) Samningsaðstaða er eitt, en aðstaða til að setja allt heila klabbið í gíslingu er öllu betra.

Svansson, 21.12.2006 kl. 11:40

3 identicon

Ég myndi nú gera nokkurn greinarmun á þessari deilu og verkfallsboðunum flugumferðarstjóra í tengslum við kjarabaráttu síðustu ára.

Málið virðist ekki snúast um að þeir séu að reyna að knýja fram launahækkun, heldur að standa vörð um réttindi sem þeir telja að verið sé að svipta þá.

Það var kjarasamningur í gildi til nokkuð langs tíma, en í þessu tilviki er vinnuveitandinn að taka málið upp og hlýtur því að bera allverulega ábyrgð á flækjunni. Ekki satt?

SHIFT-3 (IP-tala skráð) 21.12.2006 kl. 11:59

4 Smámynd: Svansson

Skv. yfirlýsingu frá stjórnanda sem ég man ekki nafnið á er fyrrverandi kjarasamningur einfaldlega enn í gildi. Flugstoðir taka einfaldlega yfir samningana eins og þeir eru og réttindi í engu skert. Allir starfsmenn á öðrum sviðum hafa þegar ráðið sig hjá nýja fyrirtækinu án sambærilegra aðgerða. 

Þannig að mér sýnist það nær lagi að Flugumferðarstjórarni, meðvitaðir um sýna "samningsaðstöðu" séu að sæta færis til að knýja fram enn frekari launakjör: Tal Lofts um lífeyriskjör virðist vera frekar aumur fyrirsláttur. 

Svansson, 21.12.2006 kl. 12:05

5 Smámynd: TómasHa

Gaman að sjá SVARNA óvini moggabloggsins kommenta. 

TómasHa, 21.12.2006 kl. 12:14

6 Smámynd: Svansson

Það er greinilega barist á öllum vígstöðvum já. ;)

Svansson, 21.12.2006 kl. 12:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband