Leita í fréttum mbl.is

Vibbakommenti svarað?

Ágætur maður sem ég tek mark á benti mér á þau augljósu sannindi um jólin að ég mætti nú ekki standa í því að breiða út misskilning um sjálfan mig með því að leiðrétta ekki það sem rangt væri sagt. Svo að líklega er best að taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að ég var ekki látinn fara af Fréttablaðinu eftir tvo mánuði, heldur var þar í það heila í rúma fjóra mánuði. 

Við Sigurjón vorum reyndar í meira en hálfan mánuð búnir að minnast á það ítrekað að við þyrftum að finna tíma til að ganga frá þessu máli - sem var þá sjálfsagt fastráðning eða eitthvað í þá veruna, en ég vildi ræða launamál, vinnutíma (sem mér fannst fulllangur) og sitthvað fleira. Síðasta mánuðinn var ég reyndar ekki í fréttamennsku, heldur með umsjón með sérblöðum. Mér fannst það ekki ganga upp að vera með ábyrgð og enn á sumarmannskaupi. En nóg um það.

En síðan gerðist það einn daginn að ónefndur framkvæmdastjóri hringdi í téðan "vitlausasta blaðamann í sögu Fréttablaðsins"  og bað mig að taka að mér útgáfuverkefni fyrir sig. Launakjörin voru trúlega 3-4falt betri, vinnutíminn eins og ég vildi hafa hann svo fremi að dagsetningar stæðust. Með það hætti ég, en vann þó viku í viðbót af tómri samviskusemi. 

Og þar með er það frá. En ég vil líka nota tækifærið og taka fyrir kommentið um hattinn minn - ég tók það svolítið nærrri mér: "Og hattur gerir menn ekki að gáfumönnum.  Bara kjánalega útlítandi uppskafningum!"

Svo mörg voru þau orð. Þau eru held ég á nokkrum misskilningi byggð. Það hvort hattur gerir mann gáfu- eða kjánalegan hlýtur að ráðast af því hvernig hann er borinn. Og eins og hver einasti heilvita nafnlaus kommentari hlýtur að sjá hér þá ber ég minn einkar gáfulega. Cool

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband