Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007
30.4.2007 | 15:31
Orð dagsins
30.4.2007 | 13:14
Auglýsing dagsins
30.4.2007 | 13:07
Andlit nýrrar kynslóðar hættir
Ég man ennþá eftir því þegar nýr banki var stofnaður, og Bjarni Ármannsson varð bankastjóri hans. Gerólíkur því sem menn höfðu áður þekkt, ungur en eldklár, með gleraugu og hárið sleikt aftur. Varð viðfangsefni í fjöldamörgum tímaritum og var með sitt skrifborð inni í opna vinnurýminu innan um hina starfsmennina.
Mér skilst reyndar að það fyrirkomulag hafi illa staðist tímans tönn, en ekki hafi verið vakin athygli á því fjölmiðlum þegar skrifstofa bankastjórans hvarf af gólfinu.
Seinna varð Fjárfestingarbankinn Íslandsbanki-FBA, seinna bara Íslandsbanki og síðar Glitnir, en alltaf var Bjarni þarna. Hét hann ekki Valur sem var á tímabili bankastjóri með honum?
Það er ekki eins og þessi tími hafi verið átakalaus og líklega má rekja margt sem síðar gerðist í stjórnmálalífinu til þess þegar Orcahópurinn svokallaði steig fram á sjónarsviðið. Var þetta kannski síðbúin yfirtaka úr þeirri átt?
En nú er Bjarni trúlega á útleið, enda er maður búinn að heyra þrjá mögulega arftaka nefnda síðustu daga á bloggum og blöðum. Ég myndi halda það væri nokkur missir. Fyrir mér hefur hann alltaf haft meiri ímynd en hinir bankastjórarnir, þó ungir séu, og sjálfsagt finnst það fleirum. Í það minnsta finnast mér þetta merkilegri fréttir af mannabreytingum í atvinnulífinu en flestar aðrar síðustu árin. Í svipinn man ég ekki einu sinni hvað hann hét, þessi sem Bjöggi dömpaði úr Straumi-Burðarás.
Ég geri mér heldur ekki vel grein fyrir því hvað þessar væringar allar snúast og hef stundum á tilfinningunni að það sé lítið merkilegra en hver annar Heimdallarslagur, skipti litlu fyrir land og þjóð en sé af einhverjum ástæðum, sem eru heimatilbúin hernaðarleyndarmál fyrir útvalda, mjög stórt viðfangsefni í hugum þeirra sem taka þátt.
Mun Glitnir skipta oftar um nafn? Eða verða einhverjar róttækar breytingar á e-i fjárfestingarstefnu sem ég veit svosem ekkert um hvað snýst. Ég held ekki. En sjálfsagt þykir Jóni Ásgeiri gaman að eiga loksins banka, eftir allt sem á undan er gengið. Mikill sigur fyrir hann og Co. og ósigur fyrir hina. Davíð er sjálfsagt með einhverja skoðun á þessu uppi í Seðló sem honum mun ganga illa að þegja yfir.
Og af hverju hættir Bjarni. Tekur betri maður við, eða snýst þetta um að einhvers staðar í ferlinu hafi hann ekki stigið nógu gætilega til jarðar nærri einhverjum plottaranum? Sagt eitthvað vanhugsað og nú geti nýi eigandinn ekki treyst honum. Eða verður kannski ráðinn einhver sem kjölfestufjárfestirinn treystir til að gæta sinna hagsmuna betur en hins almenna hluthafa? En það er víst eitthvað í þá veruna sem allur þessi barningur snýst um.
Ekki á ég hlut í bankanum eða viðskipti þar. Löngu hættur að nenna að spá í þessu. En Bjarni er að hætta og það eru fréttir af því maður er orðinn svo vanur andlitinu á honum.
30.4.2007 | 12:26
Fæst slökkviliðið við mengunarvarnir?
Það er mjög merkilegt að slökkviliðið sé að óska eftir breytingum á lögum, af ástæðum sem geta varla talist falla beint undir hlutverk slökkviliðsins, altso upp á mengunarvarnir að gera. Ekki var hætta á útbreiðslu elds og mannvirki og gróður voru ekki í hættu, það virðist skýrt af fréttinni.
Vill nú slökkviliðið láta breyta lögum um sinuelda, og bera fyrir sig mengunarástæðum. Ekki öryggisástæðum, heldur mengunarástæðum, svona eins og það sé hlutverk slökkviliðsins hindra mengun, frekar en að slökkva elda. Hér er umfjöllunin af heimasíðu slökkviliðsins.
Næst á kannski að skipta sér af bruna í bílvélum, sem óneitanlega skapar hvimleiða mengun líka þó hann sé í fæstum tilvikum hættulegur.
Menn geta haft ýmsar skoðanir á sinubrunum, en það virkar mjög ankannalegt að slökkviliðið sé að óska eftir lagabreytingum á þessum forsendum, korteri fyrir kosningar.
Sinueldar kveiktir með leyfi sýslumanns; kallað eftir lagabreytingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
29.4.2007 | 20:03
Fundnir
Það gleður mig að geta hér með tilkynnt þeim sem ég hafði virkjað til leitar á bíllyklunum að bílaleigubílnum sem ég lagði ólölega fyrir framan Þjóðleikhúsið í gærkvöld, að þeir eru fundnir.
Þeir fundust á 2. hæð á Barnum sem er mjög merkilegt því ég man ég fór aldrei upp á aðra hæð á honum.
Mamma Sindra er ekki kominn aftur með balann sinn, sem hún þurfti að nota, en ég er á leiðinni með hann.
27.4.2007 | 19:13
Bónus?
Það hringdi út, en eftir smástund hringdi hann í mig til baka. "Ég rétt missti af símanum. En var það eitthvað sérstakt." Ég var að spá í dinner. "Jáá, kannski á eftir. En, öh, það stendur eiginlega svolítið illa á núna. Öhm, ég er hérna í smá heimsókn, skilurðu."
Það er ekkert við því að segja. Stundum hringir maður bara á óheppilegum tíma, þó reyndar sjaldan þegar maður hringir á kristilegum tíma. Skítur gerist og allt það. En það er þetta með að hringja til baka. Af hverju hendir það einstaka sinnum að menn hringja til baka þegar hringt er á þá á óheppilegum tíma.
Það er sumsé það sem ég var að velta fyrir mér meðan að ég verslaði í matinn rétt áðan!
27.4.2007 | 17:56
Tileinkað Framsóknaflokknum
27.4.2007 | 15:49
Öll skúbbin í dag
Annars er baggalútur með öll heitustu skúbbin nú um stundir. Þar má til að mynda lesa að spunameistari Framsóknarflokksins hafi verið rekinn, líklega út af þessu Landsvirkjunarklúðri.
Þá upplýsir hann, sem annars hefur verið þaggað, að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki skilað inn framboðslistum áður en fresturinn rann út. Það er auðvitað nokkuð stór frétt - en það hlaut að vera ástæða fyrir því að Hannes var skyndilega farinn að leika lausum hala fyrir þessar kosningar, frekar en að senda hann í felur eins og oftast áður.
27.4.2007 | 12:34
Mennirnir kringum Halldór
"Það er ótrúlegt hvað mennirnir sem röðuðu sér í kringum Halldór Ásgrímsson poppa upp aftur og aftur."
Ég hafði ekki hugsað út í þetta í tengslum við stjórnarformannsskiptin í Landsvirkjun. En þetta er ekki verri ábending en hver önnur. Fyrir mér er þetta mál ennþá hálfgerð ráðgáta: Hvað gekk forystu framsóknar eiginlega til?
Páll Magnússon virðist ekki í fljótu bragði afgerandi yfirburðamaður í starfið frekar en fráfarandinn.
Það virðist engin raunveruleg ástæða fyrir því að dömpa fráfarandanum á þessum tíma. (Skyldi Pétri líka þykja tólf ár ágæt fyrir Framsóknarflokkinn?) Það virðist ærið langsótt að kenna Jóhannesi einum um óvinsældir Landsvirkjunar.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að tengja Framsóknarflokkinn við Landsvirkjun, eins umdeild og hún er þessa dagana, korteri fyrir kosningar, sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að minna kjósendur á það hvernig helmingaskiptafyrirkomulagið fúnkerar - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að tengja Jón Sigurðsson, nýjan formann, við átök og illindi innan flokksins - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að ágreiningur og gömul sár innan flokksins yrðu borin á torg - sem var nú samt það sem þeir gerðu de facto.
Augljóslega hefur það ekki verið ætlunin að pirra Samstarfsíhaldið - sem ég hef ekki mikla trú á því að kunni þeim miklar þakkir fyrir að fá helmingaskiptasamkomulagið í allar fréttir núna.
Svo ég er litlu nær. Kannski óttast þeir að komast ekki í ríkisstjórn og sá þetta sem síðasta tækifærið til að gefa Páli eitthvað sem hann þykir hafa átt inni. En þegar maður hugsar til þess að Hjálmar Árnason er að hætta, án þess að fá sendiherrastól, þrátt fyrir að hafa alla tíð stutt Halldór dyggilega virðist það heldur ekki ganga upp. Aldrei fékk Hjálmar þó ráðherrastól og ennfremur hefði verið mjög góð hugmynd uppá ímynd Framsóknarflokksins og Landsvirkjunar að setja hann þar - enda kunnur áhugamaður um umhverfisvæna vetnisorku.
Einhver þyrfti eiginlega að grafa upp hvað Jóhannes á að hafa unnið sér til óhelgi - því það hlýtur að vera málið. Greiddi hann kannski ekki sína Framsóknartíund í kosningasjóðinn?
Ekki það að mér sé ekki að mestu leyti sama. En það er óneitanlega gaman að því að mennirnir sem röðuðu sér í kringum Halldór sé enn eina ferðina að poppa upp í kringum ævintýralega mislukkað PR múv.
20.4.2007 | 12:28
Columbine, Virginia Tech og hinar
Það hafa fleiri skólaskotárásir átt sér stað í Bandaríkjunum á milli þeirra þekktustu, í Columbine í apríl 1999 og nú þeirra í Virgina Tech. Hér er stuttur listi í krónólógískri röð:
20. apríl 1999. Columbine. Þrettán létust, kennari og tólf nemendur. Árásarmennirnir, sautján og átján ára, fyrirfóru sér. Auk riffla og hlaupsagaðra haglabyssna reyndu þeir að notast við heimatilbúnar sprengjur. Á myndbandsupptökum sem þeir tóku upp lýstu þeir því yfir að þeir vildu myrða 250 manns.
20. maí 1999. Heritage. Sex særðust en enginn lést. Árásarmaðurinn var fimmtán ára og guggnaði á að fyrirfara sér, en hefur reynt nokkrar sjálfsvígstilraunir í fangelsi.
5. mars 2001. Santana. Tveir létust og þrettán særðust. Árásarmaðurinn var fimmtán ára.
16. janúar 2002. Apalachia. Þrír létust og þrír særðust. Árásarmaðurinn var á fimmtugsaldri en hafði nýverið flosnað upp úr námi í skólanum. Hann var yfirbugaður af nemendum sem sóttu skotvopn í bifreiðar sínar.
24. september 2003. Rocori. Tveir létust. Árásarmaðurinn var 15 ára, og ætlaði aðeins að myrða einn bekkjarfélaga sinn.
21. mars 2005. Red Lake. Sjö létust og sjö særðust, og þar að auki hafði árásarmaðurinn, sem var sextán ára, drepið tvo áður en hann kom í skólann. Hann fyrirfór sér.
8. nóvember 2005. Campbell. Árásarmaðurinn, 15 ára, skaut á þrjá starfsmenn skólans. Einn lést og hinir tveir særðust.
2. október 2006. Amish. Árásarmaðurinn, sem var 32 ára, tók fimm stúlkur á aldrinu 7-12 ára sem gísla og myrti síðan. Hann fyrirfór sér.
29. september 2006. Weston. Fimmtán ára árásarmaður kom í skólann með skammbyssu og haglabyssu. Kennari og samnemendur náðu haglabyssunni af honum óvopnaðir. Þvínæst ógnaði hann skólastjóranum með skammbyssu, en skólastjórinn reyndi að yfirbuga hann og lést síðar af sárum sínum.
16. apríl 2007. Virgina Tech. 32 létust og 29 særðust.
Þjóðareinkenni?
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar