Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007
24.5.2007 | 19:27
Orð dagsins
... er Orðið á götunni. Það skúbbaði því á þriðjudag að það sjálft ætlaði nú aftur að fara af stað. Enn sem komið er virðist það eins og flest önnur skúbb úr þeirri átt vera rangt og hefur lítið af Orðinu spurst síðan.
Mikill áhugi virðist þó vera fyrir endurkomu af einhverju tagi, en þar má nú finna könnun þar sem spurt er hvort þér finnist að Orðið eigi að byrja aftur. Af níu svarendum hafa 55% sagt nei en 44% já.
23.5.2007 | 21:00
Skúbb - Stebbifr aðstoðarmaður forsætisráðherra
Samkvæmt áreiðanlegum heimildum mun norðanmaðurnn Stefán Friðrik Stefánsson hljóta þá upphefð að verða aðstoðarmaður Geirs H. Haarde, forsætisráðherra.
Stefán er flokksmönnum að góðu kunnur fyrir vandað og vel skrifað blogg, en hann er meðal efstu manna á moggablogginu og hefur lengi verið.
Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Kristjáns Þórs Júlíussonar, vann ágætan sigur í NA-kjördæmi og mun vera nokkur kurr í kjördæminu með að enginn ráðherra skuli koma þaðan, en Akureyringar hafa verið ráðherralausir síðan Tómas Ingi Olricht hvarf af ráðherrastóli. Stefán hefur lengi verið virkur í flokknum þar og meðal annars verið formaður Varðar og fulltrúi Norðanmanna í stjórn SUS. Þar hefur hann stutt dyggilega við bakið á Borgari Þór og nánustu samstarfsmönnum hans.
Af öðrum aðstoðarmannafréttum er talið að Þorsteinn Davíðsson muni senn láta af störfum sem aðstoðarmaður Björns Bjarnasonar. Talið er að Pétur Ingimar Guðmundsson muni taka við starfinu.
23.5.2007 | 16:33
Ármann aftur byrjaður í menntaskóla?
Er Ármann Jakobsson aftur byrjaður í menntaskóla?
Það finnst mér ekki líklegt. Eftir sem áður eru forvitnilegar stílæfingar á ferðinni í þessari grein á Múrnum sem þegar þetta er skrifað er merkt "ÁJ".
23.5.2007 | 15:43
Breyttur andi
berorðar um óánægju sína yfir kvenfæð í ráðherrastólum. Þær létu ekki
svona þegar Davíð skipaði eins fyrir fjórum árum. Er það þá til marks
um meiri óánægju, eða er það til marks um breyttan anda í þingflokknum?
23.5.2007 | 13:47
Ráðherraköttur dagsins
Maður heyrir núna ólíklegustu nöfn nefnd þegar kemur að aðstoðarmönnum ráðherra, einkum fyrir þá Geir og Gauðlaug. Í ljósi þess að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð en aðstoðarmenn ekki verið ráðnir þá sting ég upp á ráðherrakettinum Humphrey. Ef ekki sem aðstoðarmanni, þá í það minnsta sem ketti dagsins.
Og já, svo maður haldi nú áfram í aðstoðarmannapælingunum, þá er það lykilatriðið, einkum á þessum femínísku tímum, að hann geti veitt yfirmanni sínum greinargóða ráðgjöf um fjölmiðla og fjölmiðlaframkomu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 12:32
Þrífarar, í Baggalútsanda, þó án photoshop
Hvíti hvalurinn Moby dick.
Davy Jones, skipstjóri.
Paul Watson, Íslandsvinur
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 21:27
Samið yfir sig
Það er aldeilis að Íhaldið virðist hafa komist vel frá hlutaskiptunum. Þeir fá tvö ráðuneyti en láta eitt í staðinni, en reyndar með smá gengisfellingu á Heilbrigðisráðuneytinu.
Þá á ég ekki við ráðherraefnið, heldur eru einhver verkefni klipin af því. Síðan halda þeir forseta Alþingis. Það mætti segja mér að Samfylkingarfólk verði ekki kátt með þetta, enda lítur þetta út eins og Geir hafi einfaldlega fengið að velja fyrst, en Ingibjörg og Össur hafi síðan fengið rest. Þannig fær flokkurinn heilbrigðisráðuneytið, en þar vill hann endilega breyta, og líka landbúnaðarráðuneytið þar sem hann vill helst engu breyta.
Það má ekki gleyma í þessu sambandi að það skapar Sjálfstæðisflokknum ákveðið forskoto í öllum ágreiningsmálum sem kunna að koma upp milli flokkanna að halda sínum ráðuneytum með sínu fólki.
Það er aldeilis að Andra Tryllingi hefur tekist að bræða Ingibjörgu. Þótt þetta lúkki vel fyrir Íhaldið er þetta ekki endilega klókt, því fyrstu viðbrögð Samfylkingarfólks munu verða undrun og neikvæðni, sem gæti fylgt samstarfinu lengi áleiðis. Hafi Ingibjörg samið af sér hefur Geir samið yfir sig, því í alvöru bisness þurfa báðir að græða og verða sáttir.
Og meðan ég man, af hverju er enginn sniðugur blaðamaður búinn að hringja í Alfreð Þorsteinsson og fá viðbrögð frá honum: Hvernig honum lítist á nýja heilbrigðisráðherrann. :)
Viðbót: Það skiptir máli að gefa landinu gott nafn. Af hverju var ekki farið í ráðuneytafimbulfamb og Heilbrigðis- og Tryggingamálaráðuneyti smættað í Heilbrigðismálaráðuneytið, en Félagsmálaráðuneytið dúbbað upp í Félags- og Tryggingamálaráðuneytið Skv. frétt RÚV er það það sem þeir gerðu, þe, beina útsendingin á netinu. Einhver Samfylkingarmaður hlýtur að bölva öllum hinum Fréttamönnunum. :)
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.5.2007 | 13:51
Vægð, takk
Nú boðar Orðið á götunni endurkomu sína á bloggheima. Mætti maður biðja um vægð, því nóg er fyrir af lognum fréttamolum hjá slúðurbloggurum sem þó búa yfir agnarögn af krítík á sína áreiðanlegu heimildarmenn. Og hafa reynslu af blaðamennsku.
Við skulum þó hafa í huga að flest það sem kom fram á Orðinu var í meira lagi ónákvæmt, svo líklega er það ekki að koma til baka alveg strax. ...
21.5.2007 | 23:00
Fluttur? Ójá
Þegar hillukisurnar (sem nálgast 7. tuginn) eru komnar í gluggakistuna þá er maður formlega fluttur yfir, að maður tali nú ekki um þegar maður er kominn með eins og eina uppþvottavél.
Innflutningspartí? Kannski. Veit ekki. Trúlega samt.
Það eina sem ég man eftir að mig vanti í innflutningsgjöf myndi þá vera eins og eitt stykki gasgrill. Þau fást víst tiltölulega ódýrt þessa dagana.
Og nei, ég ætla ekki að útskýra fyrir ykkur hvernig mér tókst að læsa mig inni á klósetti í flutningunum og þurfti að bíða í 45 mínútur eftir björgun.
Hins vegar viðurkenni ég fúslega að hafa verið fljótur að skafa alla málninguna annarri hlið gluggans í svaladyrunum; þessum þar sem ég sá málningarteipið í gegnum glerið og fattaði ekki að það var hinumegin.
Fyrr en ég var hálfnaður.
Annars er maður víst aldrei alveg búinn með þessa flutninga. Allir litlu hlutirnir virðast vera í einu allsherjarsamsæri um að draga þetta sem mest á langinn - en nú fer þessu að ljúka. Vona ég. :)
19.5.2007 | 01:07
Ríkisstjórnarheitin
Við höfum oft átt skemmtileg heiti á Ríkisstjórnum: Ólafía, Stefanía, Stjórn hinna vinnandi stétta, Nýsköpunarstjórnin, Viðreisnarstjórnin, Viðeyjarstjórnin og Nnú síðast Baugsstjórnin Ingigerður.
Og ekkert nema gott um það að segja að ríkisstjórnir heiti eitthvað. Nóg er nú andagiftarleysið samt yfir pólitíkusunum.
En eitt er merkilegt. Ríkisstjórnir Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, sem er NB það algengasta gegnum tíðina; þær ríkisstjórnir hafa aldrei heitið neitt. Hverju sætir það?
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar