27.12.2006 | 10:12
Viðskiptahugmynd ársins?
Í stuttu máli: Þú býður einhverjum, til dæmis pizzastað, að senda jólakveðju á réttum tíma. En síðan verða óviðráðanleg mistök og afmæliskveðjan kemur á versta mögulega tíma. Svo að "verkkaupinn" neyðist til að kaupa hjá þér aðra sendingu af SMSum strax eftir jól þar sem hann biðst afsökunar.
Síðan má sjálfsagt bjóða nýárskveðjur með afslætti líka. :)
![]() |
Biðjast afsökunar á sms-um |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2006 | 10:08
Blasir við já
Er það kannski þvæla í mér, eða má hugsanlega mögulega kannski lesa eitthvað út úr því að JónB tekur enga afstöðu í deilunni sjálfri og segir ekki stakt orð sem túlka má sem stuðning við flumferðarstjórana?
Þetta lyktar eins og ódýrt kosningatrix.
![]() |
Krefst fundar í samgöngunefnd vegna flugumferðarstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.12.2006 | 10:01
Ekkert Domínós hjá mér
26.12.2006 | 17:26
Live by the sword ...
Hvað á manni að finnast um dauðadóm yfir Saddam Hussein? Pólitískar afleiðingar af dauða hans eru trúlega áhugaverðari en dauðadómurinn sjálfur. Verður mótmælaalda. Hefja Súnníar Tetsókn?
Hvað sem klórinu líður er þetta pólitík, frekar en refsimál. Það hljóta að gilda þar svolítið aðrar reglur og það á kannski ekki beinlínis við að ræða dauðarefsingar kananna í samanburði.
![]() |
Dauðadómur yfir Saddam Hussein staðfestur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2006 | 14:18
Jólakveðja frá Intrum

26.12.2006 | 13:55
Gott að það komst á hreint?
Líklega er það gott að það komst á hreint. Eða hvað?
Ég meina hvað á manni að finnast. Á maður að vona að kallinn drepist fólksins vegna. Eða á maður að vona hann komist fljótt á ný til heilsu og valda, af því hann er manneskja.
Sjálfsagt væri best hann missti völdin en héldi heilsunni - eða svona því sem eftir er af henni.
Síðan hvenær er Húgó Chavez annars orðinn spænskur skurðlæknir?
![]() |
Segir Kastró ekki með krabbamein |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2006 | 10:07
Vibbakommenti svarað?
Ágætur maður sem ég tek mark á benti mér á þau augljósu sannindi um jólin að ég mætti nú ekki standa í því að breiða út misskilning um sjálfan mig með því að leiðrétta ekki það sem rangt væri sagt. Svo að líklega er best að taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að ég var ekki látinn fara af Fréttablaðinu eftir tvo mánuði, heldur var þar í það heila í rúma fjóra mánuði.
Við Sigurjón vorum reyndar í meira en hálfan mánuð búnir að minnast á það ítrekað að við þyrftum að finna tíma til að ganga frá þessu máli - sem var þá sjálfsagt fastráðning eða eitthvað í þá veruna, en ég vildi ræða launamál, vinnutíma (sem mér fannst fulllangur) og sitthvað fleira. Síðasta mánuðinn var ég reyndar ekki í fréttamennsku, heldur með umsjón með sérblöðum. Mér fannst það ekki ganga upp að vera með ábyrgð og enn á sumarmannskaupi. En nóg um það.
En síðan gerðist það einn daginn að ónefndur framkvæmdastjóri hringdi í téðan "vitlausasta blaðamann í sögu Fréttablaðsins" og bað mig að taka að mér útgáfuverkefni fyrir sig. Launakjörin voru trúlega 3-4falt betri, vinnutíminn eins og ég vildi hafa hann svo fremi að dagsetningar stæðust. Með það hætti ég, en vann þó viku í viðbót af tómri samviskusemi.
Og þar með er það frá. En ég vil líka nota tækifærið og taka fyrir kommentið um hattinn minn - ég tók það svolítið nærrri mér: "Og hattur gerir menn ekki að gáfumönnum. Bara kjánalega útlítandi uppskafningum!"
Svo mörg voru þau orð. Þau eru held ég á nokkrum misskilningi byggð. Það hvort hattur gerir mann gáfu- eða kjánalegan hlýtur að ráðast af því hvernig hann er borinn. Og eins og hver einasti heilvita nafnlaus kommentari hlýtur að sjá hér þá ber ég minn einkar gáfulega.
26.12.2006 | 09:34
Grindvísk Úngmenni
af einhverju tagi ekki búinn að vera árviss viðburður þar þetta leyti
árs?
![]() |
Kveikt í bálkesti í Grindavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.12.2006 | 09:03
Úr jólafríi
Úr því maður er kominn úr jólafríinu er um að gera að skrifa eitthvað - ekki satt?
Fyrir þá sem enn eru í jólafríi mun þetta sjálfsagt vera ekkijólafréttin í ár: Nú hafa fleiri Bandaríkjamenn látist í Írak en þann 9/11. Síðan er hér áhugaverð leið til að leysa ágreining um sagnfræðileg málefni, hjá vinaþjóðunum fyrir austan.
22.12.2006 | 16:03
Vibbi úr kommentakerfi vitlausasta blaðamanns í sögu Fréttablaðsins. :)
Þetta er meðal þess sem ég fann í kommentakerfinu mínu í dag. Það eina sem ég hef um málið að segja er að gefa höfundinum einn stóran broskall.
Jú, og svo líka það að ég ætla áfram að hafa kommentakerfið galopið án þess að tölvupóstsstaðfestingar og álíka óþarfa sé þörf, enda hefur það aldrei verið minn stíll að láta fæðingarhálfvita af þessu tagi eyðileggja jólaskapið sem maður óhjákvæmilega kemst í við að vera hástökkvari Moggabloggsins.
"Það er nú gaman að lesa þetta nýja blogg þitt, mun skemmtilegra en það gamla.
Hérna ferðu sko hamförum í því að monta þig af vinsældum þínum sem bloggari en innihaldið á síðunni er heldur rýrt. Eintóm lygaþvæla og upphrópanir!
Þá finnst mér gaman að sjá að þú titlir þig blaðamann. Mig minnir að þú hafir verið látinn fara af Fréttablaðinu eftir 2 mánuði í starfi þar, enda varstu arfaslakur blaðamaður!!! Hef heyrt að þú sért einn sá allra vitlausasti sem þangað hefur rekið inn nefið. Og hafa þeir verið nokkrir vanvitarnir á þeim snepli, enda ekki gerð þar krafa um formlega menntun eða læs, eins og í þínu tilfelli.
Reyndar held ég að þú ættir að hætta að blogga. Ættir frekar að halda áfram að vera skúffuskáld og dreyma um frama og frægð á þeim vettvangi. Þegar þú skrifar um eitthvað annað en þinn þrönga og óspennandi hversdagsleika (nú er ég að vitna í hitt bloggið þitt, gott að ég hef ekki aðgang af því læsta: er þar fjallað um saurlífi?) þá er það pínlegt aflestrar. Svona eins og dagbók einhvers með heilkenni sem ég nefni ekki hérna.
Og hattur gerir menn ekki að gáfumönnum. Bara kjánalega útlítandi uppskafningum!
Hættu svo þessum fucking broskörlum!!! Það eru bara táningsstúlkur sem nota svoleiðis subbuskap. Ekki fullorðnir karlmenn."
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Annars konar ég
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar