Leita í fréttum mbl.is

Stúdentaráðskosningar: Röskva, nei takk

Það eru víst Stúdentaráðskosningar í dag. Ég er að vísu löngu hættur í HÍ, en vil þó eindregið leggjast gegn því að menn greiði Röskvu atkvæði sitt í ár. Málsatvik eru eftirfarandi:

Ágætis kunningi minn, og nú nefnir maður hvorki nöfn né hvaða fylkingu hann styður, sendi mér SMS í gær þess efnis að nú gæfi Röskva ekki sælgæti í stykkjavís heldur í kassavís í einni af byggingum sínum og hugsanlega fleirum. Ég sendi honum að sjálfsögðu SMS til baka og bað hann um að redda nokkrum kössum fyrir mig, enda mikið fyrir gourmet.

Honum leist ekki vel á það: "Þau gæfu mér eitraðan [augnsvip?] vita hver ég er." Þannig að ég, og það var síðasta SMS-ið í bili, gaf honum fyrirmæli um að ljúga því að þetta væri fyrir vin hans sem væri dyggur röskvumaður en lægi veikur heima.  

Nú, svo leið og beið eftir frímínútum og ég fékk engar frekari fréttir fyrr en viðkomandi hringdi til baka, og hafði reynt, við annan mann, að útvega mér fáeina kassa af hinu fróma sælgæti Aero bubbles.  Hann var í stuttu máli kominn með nokkra kassa í hendurnar, hafandi eftir því sem ég kemst næst gefið skýringar á við þær sem ég óskaði þegar fulltrúar Röskvu fyrir félagið í heild settu honum stólinn fyrir dyrnar og neituðu honum um kassana nema hann setti upp barmmerki Röskvu. Að sjálfsögðu hafnaði hann því og þó ég hafi nú boðið honum sitt hvað misjafnt gegnum tíðina hefði ég aldrei ætlast til þess að hann uppfyllti þetta. 

Röskva, samtök félagshyggjufólks, neituðu sumsé dyggum stuðningsmanni sem lá veikur heima um að fá fáeina kassa af sælgæti fyrir tilstuðlan góðs vinar, nema að uppfylltum algerlega óaðgengilegum skilyrðum. Þetta er lítil félagshyggja að mínu mati og einkar harðneskjulega gert og ég mælist því óvenju eindregið gegn því þetta árið að menn greiði félaginu atkvæði sitt! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég skil ekki alveg atburðarásina - geturðu farið aðeins yfir þetta með mér í styttri útgáfu...

Félaginn lýgur því að nammið eigi að fara til veiks félaga.

-> Röskvumenn trúa honum ekki og neita honum um nammi,  nema hann geri Röskvu þann örlitla greiða að setja upp barmmerki.

-> Félaginn neitar og kemur þannig upp um sig sem and-Röskvumann.

-> Hann fær ekki nammi

-> Röskva er djöfullinn holdi klæddur og níðist á veikum félagsmönnum (sem eru reyndar hvorki veikir né félagsmenn) og á þess vegna ekki skilið að fá nein atkvæði

Er ég að gleyma einhverju? 

Einar Jón (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 14:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband