Leita í fréttum mbl.is

Löglegt - en samt

Það leikur enginn vafi á því að lögreglan er í fullum rétti að henda fólkinu út. En ég hef nú samt verulega samúð með pönkurunum í Úngdómshúsinu. 

Þarna er auðvitað um að ræða fólk sem stendur nokkuð langt frá þankaganginum í elítumenningu stjórnmálamanna hvar sem er í heiminum, og það er sjálfsagt eina ástæðan fyrir því að það er enginn vilji til að útvega þeim nýjan samastað.

Hér á landi eru borgaryfirvöld ef til vill ekki mikið skárri þegar kemur að jaðarmenningu. Tónlistarþróunarmiðstöðin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún þarf til að hafa starfsgrundvöll, og  þeir sem hafa áhuga á graffiti hafa síðustu misseri misst svæði þar sem þeir máttu spraya.

(Hér er aðsend grein á Vísi frá einstaklingi sem talar fyrir stefnubreytingu af hálfu borgaryfirvalda. Þetta er í það minnsta umhugsunarefni.)

Allar miðstöðvar, hvaða eðlis sem þær eru, sem ýta undir sköpun hljóta alltaf að geta verið af hinu góða. Við skulum ekki gleyma því að Sykurmolarnir, og Björk, eru upprunin úr pönksenu 8. áratugarins hér á Íslandi.  


mbl.is Rýming Ungdomshuset hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband